Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Snædís Sunna Thorlacius skrifa 5. september 2025 14:03 Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar