Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 16:00 Vlódómír Selenskí og Emmanuel Macron, forsetar Úkraínu og Frakklands. AP/Ludovic Marin Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira