Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2025 21:22 Max Dowman er þegar búinn að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, aðeins 15 ára gamall, og gæti spilað í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/David Price Federico Chiesa, Gabriel Jesus og Mathys Tel eru á meðal þeirra sem ekki fá að spila með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í haust, líkt og nýr leikmaður Chelsea. Leikmaður Arsenal gæti slegið aldursmet. Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira