SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 18:01 Sigrún Guðmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson sitja í stjórn SHÍ. Samsett Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. Á sameiginlegum fundi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra var tilkynnt að þau hygðust fækka heilbrigðiseftirlitsaðilum til muna. Ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og menungarvörnum færi frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ, segja í fréttatilkynningu andstöðu sveitarfélaga gagnvart hugmyndum ráðherranna vera skýra. „Mikil andstaða er hjá sveitarfélögum við að færa þessi verkefni úr nærsamfélaginu yfir til ríkisstofnana og það eftirlit sem kallar á staðbundna þekkingu verði ábótavant og að eftirlitið verði heilt yfir kostnaðarsama,“ segir í tilkynningunni, sem er undirrituð af Herði Þorsteinssyni, gjaldkera stjórnar SHÍ, og Sigrúnu Guðmundsdóttur, ritara stjórnarinnar. ESA gerir ekki kröfu um að færa allt eftirlit undir tvær stofnanir Í tilkynningu segjast samtökin hafa ítrekað bent á að ábendingar eða athugasemdir sem gerðar hafa verið um opinbert eftirlit hérlendis snúi einungis að yfirstjórn málaflokksins, sem er í höndum yfirstofnana ríkisins. „Í erindi ESA [eftirlitsstofnun ESB] er þetta áréttað, að það skorti samræmingu og gagnsæi í opinberu eftirliti og því fylgt eftir í reglugerðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki sett í forgang að efla og styrkja þá þætti opinbers eftirlits sem hlotið hafa gagnrýni og þannig reynt að leysa vandann,“ segja fulltrúar SHÍ. „Í þess stað er meginniðurstaða ráðuneytanna að skynsamlegast sé að færa allt eftirlit yfir til stofnana ríkisins og hverfa frá því kerfi sem er í dag, þvert á það fyrirkomulag sem gildir í flestum löndum sem við berum okkur saman við.“ Hins vegar sé ljóst að bregðast þurfi við athugasemdunum, sem þau hafi sjálf gert með greinargerð þar sem teknir eru saman áherslupunktar sem að mati heilbrigðiseftirlitssvæðanna séu breytingar á opinberu eftirliti sem þurfi að ráðast í. Í því áliti, þar sem tekið er mið af athugasemdum ESA um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart EES-samningnum, eru færð rök fyrir að ekki þurfi að færa allt eftirlit undir tvær stofnanir. Í greinargerðinni er meðal annars lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um matvæli og þar með gert skýrt að Matvælastofnun sé eftirlitið sem löggjöf ESB geri ráð fyrir að sjái um að tryggja gæði, samkvæmni og skilvirkt eftirlit. Að sama skapi þurfi einnig að breyta lögum um hollustuhætti og menungarvarnir svo Umhverfisstofnun sé skilgreint sem eftirlitið, samkvæmt löggjöf ESB, sem tryggi gæði, samkvæmni og skilvirkt eftirlit. Einnig er lagt til að virkara samtal muni eiga sér stað milli stofnananna og heilbrigðiseftirlitanna til að gera reglurnar eins skýrar og einfaldar og hægt er. Þá þurfi einnig að búa til samræmdan gagnagrunn og samræma vinnulag. Núverandi fyrirkomulag veiti viðskiptavinum greiðan aðgang að aðstoð „Það er mikilvægt að mati SHÍ að hafa í huga það orðspor og traust sem heilbrigðiseftirlitin á landinu hafa í dag. Enda boða ráðherrarnir í kynningunni að vernda skuli mannauðinn sem í þeim felist. Núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hefur skilað sér í faglegu og öruggu umhverfi fyrir íbúa, eftirlit með hollustuháttum og menungarvörnum er virkt og er nálægt viðskiptavinum sem hafa þannig greiðan aðgang að aðstoð og leiðbeiningum, lögð er áhersla á að tryggja matvælaöryggi og að íbúum sé tryggt heilnæmt umhverfi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðiseftirlitið taki undir að vinna að úrbótum og betri samræmingu á eftirliti en til þess að gera það þarf að styðja enn betur við störf heilbrigðiseftirlits. „Það myndi skila sér í sýnilegri samræmingu og tryggja skilvirkari og vandaðri vinnubrögð og þjónustu til þjónustuþega, svo sem með samræmingu á birtingu á niðurstöðu eftirlits.“ Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra var tilkynnt að þau hygðust fækka heilbrigðiseftirlitsaðilum til muna. Ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og menungarvörnum færi frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ, segja í fréttatilkynningu andstöðu sveitarfélaga gagnvart hugmyndum ráðherranna vera skýra. „Mikil andstaða er hjá sveitarfélögum við að færa þessi verkefni úr nærsamfélaginu yfir til ríkisstofnana og það eftirlit sem kallar á staðbundna þekkingu verði ábótavant og að eftirlitið verði heilt yfir kostnaðarsama,“ segir í tilkynningunni, sem er undirrituð af Herði Þorsteinssyni, gjaldkera stjórnar SHÍ, og Sigrúnu Guðmundsdóttur, ritara stjórnarinnar. ESA gerir ekki kröfu um að færa allt eftirlit undir tvær stofnanir Í tilkynningu segjast samtökin hafa ítrekað bent á að ábendingar eða athugasemdir sem gerðar hafa verið um opinbert eftirlit hérlendis snúi einungis að yfirstjórn málaflokksins, sem er í höndum yfirstofnana ríkisins. „Í erindi ESA [eftirlitsstofnun ESB] er þetta áréttað, að það skorti samræmingu og gagnsæi í opinberu eftirliti og því fylgt eftir í reglugerðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki sett í forgang að efla og styrkja þá þætti opinbers eftirlits sem hlotið hafa gagnrýni og þannig reynt að leysa vandann,“ segja fulltrúar SHÍ. „Í þess stað er meginniðurstaða ráðuneytanna að skynsamlegast sé að færa allt eftirlit yfir til stofnana ríkisins og hverfa frá því kerfi sem er í dag, þvert á það fyrirkomulag sem gildir í flestum löndum sem við berum okkur saman við.“ Hins vegar sé ljóst að bregðast þurfi við athugasemdunum, sem þau hafi sjálf gert með greinargerð þar sem teknir eru saman áherslupunktar sem að mati heilbrigðiseftirlitssvæðanna séu breytingar á opinberu eftirliti sem þurfi að ráðast í. Í því áliti, þar sem tekið er mið af athugasemdum ESA um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart EES-samningnum, eru færð rök fyrir að ekki þurfi að færa allt eftirlit undir tvær stofnanir. Í greinargerðinni er meðal annars lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um matvæli og þar með gert skýrt að Matvælastofnun sé eftirlitið sem löggjöf ESB geri ráð fyrir að sjái um að tryggja gæði, samkvæmni og skilvirkt eftirlit. Að sama skapi þurfi einnig að breyta lögum um hollustuhætti og menungarvarnir svo Umhverfisstofnun sé skilgreint sem eftirlitið, samkvæmt löggjöf ESB, sem tryggi gæði, samkvæmni og skilvirkt eftirlit. Einnig er lagt til að virkara samtal muni eiga sér stað milli stofnananna og heilbrigðiseftirlitanna til að gera reglurnar eins skýrar og einfaldar og hægt er. Þá þurfi einnig að búa til samræmdan gagnagrunn og samræma vinnulag. Núverandi fyrirkomulag veiti viðskiptavinum greiðan aðgang að aðstoð „Það er mikilvægt að mati SHÍ að hafa í huga það orðspor og traust sem heilbrigðiseftirlitin á landinu hafa í dag. Enda boða ráðherrarnir í kynningunni að vernda skuli mannauðinn sem í þeim felist. Núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hefur skilað sér í faglegu og öruggu umhverfi fyrir íbúa, eftirlit með hollustuháttum og menungarvörnum er virkt og er nálægt viðskiptavinum sem hafa þannig greiðan aðgang að aðstoð og leiðbeiningum, lögð er áhersla á að tryggja matvælaöryggi og að íbúum sé tryggt heilnæmt umhverfi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðiseftirlitið taki undir að vinna að úrbótum og betri samræmingu á eftirliti en til þess að gera það þarf að styðja enn betur við störf heilbrigðiseftirlits. „Það myndi skila sér í sýnilegri samræmingu og tryggja skilvirkari og vandaðri vinnubrögð og þjónustu til þjónustuþega, svo sem með samræmingu á birtingu á niðurstöðu eftirlits.“
Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira