Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2025 07:02 Örvæntið ekki, Lammens er mættur til að bjarga málunum. Kannski allavega. Í besta falli mögulega seinna meir. Manchester United Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. „Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
„Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira