„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Aðalsteinn Baldursson er formaður stéttafélagsins Framsýnar á Húsavík. Vísir/Vilhelm/Arnar Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira