Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 07:02 Dýrastur í sögu enska boltans. Liverpool Englandsmeistarar Liverpool létu svo sannarlega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Tvívegis var metið yfir dýrasta leikmann Bretlandseyja slegið og þá var gengið frá kaupum á fleiri öflugum mönnum. Vissulega voru leikmenn seldir til að vega upp á mótið eyðslunni en markmið félagsins er skýrt það sem eftir lifir tímabils. Arne Slot gat vart byrjað betur sem þjálfari Liverpool en síðasta vor stóð liðið uppi sem Englandsmeistari. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ekki væri hægt að ræða sumarið hjá Liverpool án þess að minnast á harmleikinn þegar Diogo Jota og bróðir hans létust langt fyrir aldur fram í skelfilegu bílslysi. Hvað varðar sölur og kaup liðsins þá fékk Trent Alexander-Arnold ósk sína loks uppfyllta. Þessi einstaklega hæfileikaríki hægri bakvörður gekk til liðs við Real Madríd. Þar sem hann fór áður en HM félagsliða hófst fékk Liverpool 10 milljónir evra í kassann. Stærstu sölurnar voru svo Luis Días til Þýskalandsmeistara Bayern München og Darwin Núñez til Sádi-Arabíu. Ofan á það fór Jarell Quansah til Bayer Leverkusen, táningurinn Ben Doak fór til Bournemouth, Caoimhín Kelleher til Brentford, Tyler Morton til Lyon og Nat Phillips til West Bromwich Albion. Alls hefur Liverpool selt fyrir 219,5 milljónir evra. Eru það tæpir 32 milljarðar íslenskra króna. Ljóst er að sölur leikmanna hafa hjálpað til við að fjármagna kaup á leikmönnum en talan sem félagið hefur tvívegis brotið metið er kemur að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans. Eftir að hafa sótt Florian Wirtz fyrr í sumar kom Alexander Isak loksins undir lok félagaskiptagluggans. Um er að ræða leikmenn sem eiga að umturna spilamennsku Liverpool. Ásamt tvíeykinu hafa þeir Hugo Ekitike, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoini, Ármin Pécsi og Freddie Woodman allir gengið í raðir Liverpool í sumar. Þá er markvörðurinn Giorgi Mamardashvili mættur eftir að vera á láni hjá Valencia á síðasta tímabili. Allt í allt er um að ræða kaup fyrir tæpa 70 milljarða íslenskra króna. Ofan á öll þessi kaup ætlaði Liverpool sér að kaupa Marc Guéhi, fyrirliða Crystal Palace. Þau kaup gengu hins vegar ekki upp og verður miðvörðurinn áfram í Lundúnum. Ekitike kom frá Eintracht Frankfurt á nærri 14 milljarða króna Smáaurar ef horft er í hvað Liverpool borgaði fyrir Wirtz og Isak. Hann spilar hins vegar sömu stöðu og Isak. Það verður því mjög áhugavert að sjá hvernig Slot kemur þeim báðum fyrir á sama tíma eða hvort þeir muni hreinlega deila mínútum. Sem stendur þyrfti Ekitike að slá út Cody Gakpo, Mohamed Salah sjálfan eða þá Wirtz til að spila með Isak. Eflaust er Gakpo líklegastur en hann hefur hins vegar verið sjóðandi heitur í upphafi tímabils. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má sjá samantekt á hvernig Slot gæti stillt upp til að koma sínum stærstu nöfnum á völlinn á sama tíma. Líklegast er þó hreinlega að einhver þurfti að bíta í það súra epli að sitja á bekknum hverju sinni. Með eyðslu sinni í sumar er ljóst að pressan á Slot er mikil. Verandi Englandsmeistarar er lágmarkskrafa að verja titilinn. Innan herbúða félagsins er stefnan eflaust sett á alla titla sem í boði eru, slíkt er breiddin – og gæðin – í leikmannahópi félagsins. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Arne Slot gat vart byrjað betur sem þjálfari Liverpool en síðasta vor stóð liðið uppi sem Englandsmeistari. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ekki væri hægt að ræða sumarið hjá Liverpool án þess að minnast á harmleikinn þegar Diogo Jota og bróðir hans létust langt fyrir aldur fram í skelfilegu bílslysi. Hvað varðar sölur og kaup liðsins þá fékk Trent Alexander-Arnold ósk sína loks uppfyllta. Þessi einstaklega hæfileikaríki hægri bakvörður gekk til liðs við Real Madríd. Þar sem hann fór áður en HM félagsliða hófst fékk Liverpool 10 milljónir evra í kassann. Stærstu sölurnar voru svo Luis Días til Þýskalandsmeistara Bayern München og Darwin Núñez til Sádi-Arabíu. Ofan á það fór Jarell Quansah til Bayer Leverkusen, táningurinn Ben Doak fór til Bournemouth, Caoimhín Kelleher til Brentford, Tyler Morton til Lyon og Nat Phillips til West Bromwich Albion. Alls hefur Liverpool selt fyrir 219,5 milljónir evra. Eru það tæpir 32 milljarðar íslenskra króna. Ljóst er að sölur leikmanna hafa hjálpað til við að fjármagna kaup á leikmönnum en talan sem félagið hefur tvívegis brotið metið er kemur að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans. Eftir að hafa sótt Florian Wirtz fyrr í sumar kom Alexander Isak loksins undir lok félagaskiptagluggans. Um er að ræða leikmenn sem eiga að umturna spilamennsku Liverpool. Ásamt tvíeykinu hafa þeir Hugo Ekitike, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoini, Ármin Pécsi og Freddie Woodman allir gengið í raðir Liverpool í sumar. Þá er markvörðurinn Giorgi Mamardashvili mættur eftir að vera á láni hjá Valencia á síðasta tímabili. Allt í allt er um að ræða kaup fyrir tæpa 70 milljarða íslenskra króna. Ofan á öll þessi kaup ætlaði Liverpool sér að kaupa Marc Guéhi, fyrirliða Crystal Palace. Þau kaup gengu hins vegar ekki upp og verður miðvörðurinn áfram í Lundúnum. Ekitike kom frá Eintracht Frankfurt á nærri 14 milljarða króna Smáaurar ef horft er í hvað Liverpool borgaði fyrir Wirtz og Isak. Hann spilar hins vegar sömu stöðu og Isak. Það verður því mjög áhugavert að sjá hvernig Slot kemur þeim báðum fyrir á sama tíma eða hvort þeir muni hreinlega deila mínútum. Sem stendur þyrfti Ekitike að slá út Cody Gakpo, Mohamed Salah sjálfan eða þá Wirtz til að spila með Isak. Eflaust er Gakpo líklegastur en hann hefur hins vegar verið sjóðandi heitur í upphafi tímabils. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má sjá samantekt á hvernig Slot gæti stillt upp til að koma sínum stærstu nöfnum á völlinn á sama tíma. Líklegast er þó hreinlega að einhver þurfti að bíta í það súra epli að sitja á bekknum hverju sinni. Með eyðslu sinni í sumar er ljóst að pressan á Slot er mikil. Verandi Englandsmeistarar er lágmarkskrafa að verja titilinn. Innan herbúða félagsins er stefnan eflaust sett á alla titla sem í boði eru, slíkt er breiddin – og gæðin – í leikmannahópi félagsins. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira