Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 14:32 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingu og tekur nú þátt í leitinni. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“ Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“
Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira