Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar 1. september 2025 11:03 Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun