Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:02 Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar