Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Bjarki Sigurðsson og Agnar Már Másson skrifa 30. ágúst 2025 21:28 Fyrir miðju má sjá nýjan „fyrirliða þingflokksins“, eins og Guðrún kýs að kalla Ólaf enda er hann gömul knattspyrnukempa. Með þeim er Villhjálmur Árnason, sem heldur áfram sem varaformaður þingflokksins. Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18