Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2025 07:00 Um þessar mundir er hávær umræða um það hvort skóli án aðgreiningar hafi mistekist. Sumir telja að svo sé og að lausnin felist í að snúa við blaðinu til eldra fyrirkomulags þegar fötluð börn og börn með fjölþættar stuðningsþarfir voru aðgreind frá öðrum börnum í sérbekki eða önnur sérúrræði. Það vill gleymast í hita leiksins að bæði íslensk lög og alþjóðlegir mannréttindasáttmálar sem Ísland er aðili að leggja áherslu á rétt allra barna til inngildandi skólagöngu – skóla án aðgreiningar. Á meðan svo er er ekki spurning hvort við ætlum að standa við þessi réttindi, heldur hvernig við ætlum að gera það. Flókið og ósveigjanlegt kerfi Nýleg rannsókn á þjónustu við fötluð leikskólabörn og fjölskyldur þeirra á Íslandi bendir til að vandinn liggi ekki í hugmyndafræðinni heldur miklu fremur í framkvæmdinni og á það sama við um margar rannsóknir er lúta að grunnskólanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem vitnað er til eru foreldrar almennt ánægðir með leikskóla barna sinna hvað viðmót og vellíðan barnanna snertir. Hins vegar er það íþyngjandi og oft ómögulegt bæði fyrir börn og foreldra að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu út fyrir leikskólann. Slíkt fyrirkomulag eykur einnig líkur á mismunun barna því ekki eru allir foreldrar þess umkomnir að sækja þjónustuna út um allan bæ. Kerfið er flókið, þjónustan sundurlaus og dreifð og biðlistar langir. Ríki og sveitarfélög deila ábyrgð á að veita þá sérfræðiþjónustu sem börn í leik- og grunnskólum eiga rétt á og oft rísa deilur um hver beri ábyrgðina. Verkaskipting er ruglingsleg og gjarnan er farið fram á læknisfræðilega greiningu til að ákvarða hvar ábyrgðin liggur. Í umræddri rannsókn lýsti einn þátttakandi því t.d. hvernig barn fór ítrekað í gegnum greiningarferli án þess að viðeigandi íhlutun fylgdi í kjölfarið. Þannig geta börn setið föst í „greiningargildru” og farið á mis við þann stuðning sem þau eiga rétt á þegar mikilvægast er að hann sé veittur. „Farsældarlögunum“ sem nú eru í innleiðingarferli hér á landi er ætlað að koma í veg fyrir þetta. Til þess að skólaþróun verði í samræmi við þær kröfur sem fylgja skóla án aðgreiningar og markmiðum farsældarlaganna þurfa gagngerar kerfisbreytingar að eiga sér stað. Þörf er á markvissri kennsluráðgjöf ásamt sameiginlegu átaki og samræmingu milli mennta- og heilbrigðiskerfisins. Það dugar skammt að Barna- og menntamálaráðuneytið setji lög samkvæmt félagslegri, inngildandi og heildrænni hugmyndafræði á sama tíma og heilbrigðisráðuneytið veitir fé til nauðsynlegrar stuðningsþjónustu við börn, foreldra og kennara samkvæmt verklagsreglum sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Margar stéttir sem skólafólk kallar eftir meiri samvinnu við og stuðningi frá veita þjónustu samkvæmt þeim verklagsreglum. Greiðslukerfi sem dregur fagfólk í burtu Eins og komið hefur fram eiga börn nú rétt á samþættri þjónustu í sínu nærumhverfi samkvæmt farsældarlögunum sem samræmist hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar. Það er því umhugsunarvert að sérfræðiþjónustan sem ætti að vera veitt innan skólanna er að miklu leyti unnin samkvæmt greiðslusamningum við Sjúkratryggingar Íslands (S.Í). Þeir samningar byggja á hugmyndum um lækningu sjúklinga og kröfum um talningu á unnum skilgreindum verkeiningum. Vegna þessa greiðslufyrirkomulags reynist oftast nauðsynlegt að veita þjónustuna á einkastofu eða starfsaðstöðu sérfræðingsins en ekki í skólanum á vettvangi barnsins. Í ljósi skorts á fagmenntuðu fólki kom það ekki á óvart að í rannsókninni sem hér hefur verið vitnað til kom fram að mikilvægar stuðningsstéttir – eins og sálfræðingar og talmeinafræðingar – kjósi í auknum mæli að starfa sjálfstætt sem verktakar samkvæmt samningum við S.Í. fremur en að ráða sig á föstum launum inn í skólaþjónustu sveitarfélaganna. Þannig dregur kerfið sjálft fagfólkið frá skólakerfinu sem magnar upp þann vanda sem skólarnir glíma við. Lausnin felst ekki í afturhvarfi til fortíðar Þegar því er haldið fram að skóli án aðgreiningar virki ekki og lausnin sé að snúa aftur til eldra fyrirkomulags með auknum aðgreindum úrræðum erum við í raun að gefast upp. Við erum að segja að lögfest réttindi barna séu aðeins orðagjálfur sem ekki þurfi að taka mark á. Það er ekki boðleg niðurstaða. Í stað þess að horfa til fortíðar þurfum við að líta fram á veginn íhuga hvernig hægt er að nýta þá takmörkuðu auðlind sem sérfræðimenntað fagfólk er með því að breyta starfsaðstæðum og starfsháttum. Það felur m.a. í sér: Að líta á skólann sem samvinnuvettvang. Að skapa rými (í eiginlegum og óeiginlegum skilningi) þar sem kennarar, aðrir sérfræðingar og foreldrar leggja af mörkum við samþættingu og þróun starfsaðferða. Að viðurkenna að engin ein fagstétt hafi öll svörin – samstarf er lykillinn. Samkvæmt þessu þurfa allir sem hlut eiga að máli að leggja sig fram um að rækta tengsl, miðla þekkingu og skapa lausnir saman. Það er sú aðferðafræði og hugsun sem við þurfum að tileinka okkur ef við ætlum að bæta skólakerfið til lengri tíma í þágu allra barna. Skólaþróun er langtímaverkefni Þetta er ekki einfalt verk. Skólaþróun krefst þess að stjórnvöld hafi úthald og seiglu, fylgi eftir eigin markmiðum, trúi á þau og sýni það í verki. Í því skyni er mikilvægt að skapaðar séu raunhæfar aðstæður til að vinna að markmiðunum. Einn liður í því er að tryggja leik- og grunnskólum aðgang að sérhæfðu fagfólki með því að gera skólaþjónustu sveitarfélaganna að eftirsóknarverðu vinnuumhverfi bæði faglega og launalega ásamt því að hvetja til og skapa aðstæður fyrir þverfaglegt samstarf. Það eflir þekkingu og faglegt öryggi innan menntakerfisins og stuðlar að betri nýtingu alls fagfólks. Fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Að gefast upp er ekki valkostur Við stöndum á tímamótum. Á meðan við búum við núgildandi skólastefnu sem byggir á alþjóðlegum mannréttindaákvæðum sem við sem þjóð höfum undirgengist er annaðhvort að halda áfram með kerfi sem „virkar ekki” – eða við getum sammælst um að taka hugmyndina um skóla án aðgreiningar alvarlega, búa kennurum og öðru fagfólki viðunandi starfsumhverfi og styðja við samvinnu og samþættar starfsaðferðir. Börnin okkar og fjölskyldur þeirra eiga rétt á að við veljum seinni kostinn. Að gefast upp er ekki valkostur. Rannsóknin sem vitnað er til: Ingólfsdóttir, J.G. (2023). Disabled Children, Families and Services in Iceland: Bridging the Gap Between Theory and Practice [Doktorsritgerð]. Háskóli Íslands. https://hdl.handle.net/20.500.11815/4576 Höfundur er fyrrverandi háskólakennari, þroskaþjálfi með sérkennsluréttindi og doktor í fötlunarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er hávær umræða um það hvort skóli án aðgreiningar hafi mistekist. Sumir telja að svo sé og að lausnin felist í að snúa við blaðinu til eldra fyrirkomulags þegar fötluð börn og börn með fjölþættar stuðningsþarfir voru aðgreind frá öðrum börnum í sérbekki eða önnur sérúrræði. Það vill gleymast í hita leiksins að bæði íslensk lög og alþjóðlegir mannréttindasáttmálar sem Ísland er aðili að leggja áherslu á rétt allra barna til inngildandi skólagöngu – skóla án aðgreiningar. Á meðan svo er er ekki spurning hvort við ætlum að standa við þessi réttindi, heldur hvernig við ætlum að gera það. Flókið og ósveigjanlegt kerfi Nýleg rannsókn á þjónustu við fötluð leikskólabörn og fjölskyldur þeirra á Íslandi bendir til að vandinn liggi ekki í hugmyndafræðinni heldur miklu fremur í framkvæmdinni og á það sama við um margar rannsóknir er lúta að grunnskólanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem vitnað er til eru foreldrar almennt ánægðir með leikskóla barna sinna hvað viðmót og vellíðan barnanna snertir. Hins vegar er það íþyngjandi og oft ómögulegt bæði fyrir börn og foreldra að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu út fyrir leikskólann. Slíkt fyrirkomulag eykur einnig líkur á mismunun barna því ekki eru allir foreldrar þess umkomnir að sækja þjónustuna út um allan bæ. Kerfið er flókið, þjónustan sundurlaus og dreifð og biðlistar langir. Ríki og sveitarfélög deila ábyrgð á að veita þá sérfræðiþjónustu sem börn í leik- og grunnskólum eiga rétt á og oft rísa deilur um hver beri ábyrgðina. Verkaskipting er ruglingsleg og gjarnan er farið fram á læknisfræðilega greiningu til að ákvarða hvar ábyrgðin liggur. Í umræddri rannsókn lýsti einn þátttakandi því t.d. hvernig barn fór ítrekað í gegnum greiningarferli án þess að viðeigandi íhlutun fylgdi í kjölfarið. Þannig geta börn setið föst í „greiningargildru” og farið á mis við þann stuðning sem þau eiga rétt á þegar mikilvægast er að hann sé veittur. „Farsældarlögunum“ sem nú eru í innleiðingarferli hér á landi er ætlað að koma í veg fyrir þetta. Til þess að skólaþróun verði í samræmi við þær kröfur sem fylgja skóla án aðgreiningar og markmiðum farsældarlaganna þurfa gagngerar kerfisbreytingar að eiga sér stað. Þörf er á markvissri kennsluráðgjöf ásamt sameiginlegu átaki og samræmingu milli mennta- og heilbrigðiskerfisins. Það dugar skammt að Barna- og menntamálaráðuneytið setji lög samkvæmt félagslegri, inngildandi og heildrænni hugmyndafræði á sama tíma og heilbrigðisráðuneytið veitir fé til nauðsynlegrar stuðningsþjónustu við börn, foreldra og kennara samkvæmt verklagsreglum sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Margar stéttir sem skólafólk kallar eftir meiri samvinnu við og stuðningi frá veita þjónustu samkvæmt þeim verklagsreglum. Greiðslukerfi sem dregur fagfólk í burtu Eins og komið hefur fram eiga börn nú rétt á samþættri þjónustu í sínu nærumhverfi samkvæmt farsældarlögunum sem samræmist hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar. Það er því umhugsunarvert að sérfræðiþjónustan sem ætti að vera veitt innan skólanna er að miklu leyti unnin samkvæmt greiðslusamningum við Sjúkratryggingar Íslands (S.Í). Þeir samningar byggja á hugmyndum um lækningu sjúklinga og kröfum um talningu á unnum skilgreindum verkeiningum. Vegna þessa greiðslufyrirkomulags reynist oftast nauðsynlegt að veita þjónustuna á einkastofu eða starfsaðstöðu sérfræðingsins en ekki í skólanum á vettvangi barnsins. Í ljósi skorts á fagmenntuðu fólki kom það ekki á óvart að í rannsókninni sem hér hefur verið vitnað til kom fram að mikilvægar stuðningsstéttir – eins og sálfræðingar og talmeinafræðingar – kjósi í auknum mæli að starfa sjálfstætt sem verktakar samkvæmt samningum við S.Í. fremur en að ráða sig á föstum launum inn í skólaþjónustu sveitarfélaganna. Þannig dregur kerfið sjálft fagfólkið frá skólakerfinu sem magnar upp þann vanda sem skólarnir glíma við. Lausnin felst ekki í afturhvarfi til fortíðar Þegar því er haldið fram að skóli án aðgreiningar virki ekki og lausnin sé að snúa aftur til eldra fyrirkomulags með auknum aðgreindum úrræðum erum við í raun að gefast upp. Við erum að segja að lögfest réttindi barna séu aðeins orðagjálfur sem ekki þurfi að taka mark á. Það er ekki boðleg niðurstaða. Í stað þess að horfa til fortíðar þurfum við að líta fram á veginn íhuga hvernig hægt er að nýta þá takmörkuðu auðlind sem sérfræðimenntað fagfólk er með því að breyta starfsaðstæðum og starfsháttum. Það felur m.a. í sér: Að líta á skólann sem samvinnuvettvang. Að skapa rými (í eiginlegum og óeiginlegum skilningi) þar sem kennarar, aðrir sérfræðingar og foreldrar leggja af mörkum við samþættingu og þróun starfsaðferða. Að viðurkenna að engin ein fagstétt hafi öll svörin – samstarf er lykillinn. Samkvæmt þessu þurfa allir sem hlut eiga að máli að leggja sig fram um að rækta tengsl, miðla þekkingu og skapa lausnir saman. Það er sú aðferðafræði og hugsun sem við þurfum að tileinka okkur ef við ætlum að bæta skólakerfið til lengri tíma í þágu allra barna. Skólaþróun er langtímaverkefni Þetta er ekki einfalt verk. Skólaþróun krefst þess að stjórnvöld hafi úthald og seiglu, fylgi eftir eigin markmiðum, trúi á þau og sýni það í verki. Í því skyni er mikilvægt að skapaðar séu raunhæfar aðstæður til að vinna að markmiðunum. Einn liður í því er að tryggja leik- og grunnskólum aðgang að sérhæfðu fagfólki með því að gera skólaþjónustu sveitarfélaganna að eftirsóknarverðu vinnuumhverfi bæði faglega og launalega ásamt því að hvetja til og skapa aðstæður fyrir þverfaglegt samstarf. Það eflir þekkingu og faglegt öryggi innan menntakerfisins og stuðlar að betri nýtingu alls fagfólks. Fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Að gefast upp er ekki valkostur Við stöndum á tímamótum. Á meðan við búum við núgildandi skólastefnu sem byggir á alþjóðlegum mannréttindaákvæðum sem við sem þjóð höfum undirgengist er annaðhvort að halda áfram með kerfi sem „virkar ekki” – eða við getum sammælst um að taka hugmyndina um skóla án aðgreiningar alvarlega, búa kennurum og öðru fagfólki viðunandi starfsumhverfi og styðja við samvinnu og samþættar starfsaðferðir. Börnin okkar og fjölskyldur þeirra eiga rétt á að við veljum seinni kostinn. Að gefast upp er ekki valkostur. Rannsóknin sem vitnað er til: Ingólfsdóttir, J.G. (2023). Disabled Children, Families and Services in Iceland: Bridging the Gap Between Theory and Practice [Doktorsritgerð]. Háskóli Íslands. https://hdl.handle.net/20.500.11815/4576 Höfundur er fyrrverandi háskólakennari, þroskaþjálfi með sérkennsluréttindi og doktor í fötlunarfræði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun