Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar 1. september 2025 09:02 Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun