Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 07:02 Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Þjóðleikhúsið Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun