Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar 28. ágúst 2025 06:02 Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun