76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar 28. ágúst 2025 09:00 Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar