Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 09:17 Kafari leitar að steinaldarminjum á botni Árósaflóa, vopnaður nokkurs konar neðansjávarryksugu. AP/Søren Christian Bech Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára. Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára.
Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila