Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 19:08 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða manninn sem hér er hægra megin í bílnum. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Hamraborgarmálinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki. Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki.
Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03