Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar 25. ágúst 2025 11:03 Ég er einn af þeim mörgu sem sýnist að skólakerfið hér á landi sé á villigötum. Með árunum hafa kostnaður og umstang aukist sem og erfiði kennara, skólatími barna og unglinga lengst, allt kerfið blásið út en traust á því virðist fara minnkandi og árangur starfsins líka. Það er hægt að benda á ýmsan vanda sem hefur undið upp á sig í langan tíma: Skort á kennurum með góða menntun í stærðfræði, raunvísindum, tungumálum og fleiri námsgreinum; Ofhlaðnar námskrár þar sem er talið upp svo margt sem á að læra að eina leiðin er að göslast yfir það á hundavaði; Agaleysi og litla virðingu fyrir lærdómi og menntun; Ýmislegan heilbrigðisvanda meðal barna og unglinga. Þetta eru erfið vandamál. Ég sé samt enga ástæðu til að ætla annað en að mögulegt sé að vinna sig út úr þeim. En ég held að til þess þurfi að nálgast þau af raunsæi og hógværð og þar kemur að því sem mig grunar að sé kjarni málsins. Mig grunar að stóri vandinn sem þarf að ráðast á fyrst af öllu sé ekki einstakir vankantar á kerfinu heldur sjálfumgleði sem hangir ekki saman á neinu nema lyginni. Þessi vandi birtist nú um stundir víða í máli þeirra sem svara gagnrýni á skólana með því að hrökkva í vörn og neita að horfast í augu við veruleikann. Stórlygar fyrr og nú Ég hef starfað í skólakerfinu í um fjóra áratatugi og get rifjað upp langa sögu óskhyggju og óra: Það hefur verið talað um að nýjar kennsluaðferðir og ný tækni muni töfra burt þörfina fyrir seinlega þjálfun í lestri, reikningi og fleiri greinum; Þegar börn hafa dregist aftur úr í bóklegum fögum hefur verið látið sem það geri ekkert til því þau geti blómstrað í listum eða handverki; Þegar ég átti sjálfur börn á yngsta stigi grunnskóla heyrði ég alloft að heimilin þyrftu ekki að annast lestrarkennslu, skólinn sæi um það (eins og kennari sem tók við heilum sex ára bekk þar sem enginn þekkti stafina eða hafði nein kynni af bókum hefði getað gert allan hópinn læsan). Menntapólitískar stórlygar fyrri ára voru ekki beinlínis hluti af opinberri menntastefnu. Að minnsta kosti vissi ég ekki til þess þegar ég hóf störf sem framhaldsskólakennari á níunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum kvað svo við nýjan tón. Þá átti að heita að framhaldsskólar og háskólar væru í samkeppni eins og fyrirtæki á markaði. Þetta var kallað „nýskipan í opinberum rekstri“ og tekið var að auglýsa og gylla það sem skólar buðu eins og það væri einhvers konar neysluvara. Þessu fylgdu ýmis óheilindi. Áfangar sem áttu að vera verklegir að hluta (eins og t.d. í efnafræði) voru „seldir“ sem fjarnám án nokkurs aðgangs að aðstöðu til verklegra æfinga og framhaldsskólar tóku að tæla til sín nemendur með boði um að þurfa hvorki að mæta í skóla né þreyta lokapróf. Í sumum tilvikum var engin leið að vita hvort nemandi náði tökum á námsefninu. Samt fékk hann einingar fyrir fjarnámið sem hann keypti sér. Með gildistöku Aðalnámskrár sem út kom 2011 komst „markaðsvæðing“ framhaldsskólanna á nýtt stig. Þeir þurftu ekki lengur að fylgja fyrirmælum ráðuneytis um innihald náms til stúdentsprófs. Þeir geta síðan haft það hver með sínu móti. Á síðustu árum virðast sumir þeirra hafa látið undan tvenns konar þrýstingi, annars vegar frá yfirvöldum sem vilja að reksturinn sé „hagkvæmur“ og hins vegar frá nemendum og foreldrum sem vilja aðgang að öllu háskólanámi. Ein afleiðing þessa er að nú höfum við skóla með námsbrautir sem heita nöfnum sem byrja á „náttúrufræði“ án þess að kenndir séu margir (og óhjákvæmilega fámennir og þar með „óhagkvæmir“) áfangar í stærðfræði og raungreinum. Unglingar fara á þessar brautir í þeirri trú að eftir stúdentspróf geti þeir hafið háskólanám í raunvísindum, verkfræði og heilbrigðisgreinum en fá í raun ekki þann undirbúning sem þarf. Ef til vill er hæpið að kalla nafngiftir þessara „náttúrufræðibrauta“ hreina og klára lygi. Það stendur ekki berum orðum að þeir sem klára þær kunni nóg til að fara í lyfjafræði eða rafmagnsverkfræði. En þetta er samt af svipuðu tagi og hver önnur gleiðgosaleg sölumennska. Meira er gefið í skyn heldur en er almennileg innistæða fyrir. Árið 2011 gekk líka í gildi ný Aðalnámskrá fyrir grunnskóla og með viðbót 2013 var hún fullgerð. Þar eru sett næstum þúsund markmið sem kallast hæfniviðmið. Sé skólaárið 180 dagar er tíu ára grunnskóli alls 1.800 dagar sem þýðir að hæfniviðmiðin fá að meðaltali innan við tvo skóladaga hvert. Flest þessi hæfniviðmið eru æði háleit og krefjast mikillar menntunar. Þau fjalla ekki um smáræði eins og einstök þekkingaratriði, reikniaðgerðir eða stafsetningarreglur. Við lok tíunda bekkjar eiga nemendur samkvæmt þessari námskrá að vera mjög menntaðir í bóklegum fræðum og til dæmis að geta „beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda“ (bls. 171). Þeir skulu líka kunna alls konar handverk og listir og meðal annars geta „valið milli ólíkra dansstíla, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi, tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rætt dans á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi“ (bls. 145). Flest hin mörg hundruð markmiðin eru eins og þessi, nær því að vera ævistarf en eitthvað sem hægt er að tileinka sér í fljótheitum. Samt er hakað við að krakkar geti þetta. Stórlygarnar eru ekki lengur orðasveimur í kringum skólastarfið. Þær eru orðnar hluti af kerfinu sjálfu og grafa undan trúverðugleika þess og getu til að bæta það sem bæta þarf. Aðgerðaáætlun og lausatök Fyrr á þessu ári birti Mennta- og barnamálaráðuneytið aðgerðaáætlun í skólamálum fyrir árin 2025 til 2027. Þarna eru fjölmörg almennt orðuð markmið sem hefjast á orðunum: Efla, auka, leggja áherslu á, styðja við og þróa. Þau sem ekki byrja á þessum orðum virðast flest fjalla um gerð skjala til viðbótar við áætlunina sjálfa. Hér á ég einkum við markmið sem hefjast á orðum eins og: Samræma viðmið, skerpa á hlutverki, hefja vinnu við mótun, endurskoða framkvæmd, setja reglugerð, greina og rýna. Þetta orðalag bendir til að úrræðin séu afar skammt á veg komin. Þarna eru fögur fyrirheit eins og að gera „áætlun um fjölgun stærðfræði- og náttúruvísindakennara“ en ekkert um hvernig á að koma því í kring. Þetta kemur mér svo sem ekki mjög á óvart en sjálfumgleðin í textanum slær mig heldur óþægilega. Hún birtist strax í fyrstu efnisgrein þar sem segir að einkunnarorð stefnunnar séu: „Framúrskarandi menntun alla ævi.“ Mér er spurn hvort vísbendingar frá síðustu árum um vandamál af stærri gerðinni gefi ekki fremur tilefni til að lappa upp á það sem er öldungis afleitt en að veifa orðum eins og „framúrskarandi.“ Í annarri efnisgrein heldur sjálfumgleðin áfram. Þar stendur: „Innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar, sem tekur til tímabilsins 2021–2024, gekk vel.“ Ekki er útskýrt hvernig hún var metin enda er það ef til vill ekki auðvelt. Markmiðin í þessari fyrri aðgerðaáætlun eru of loftborin og óljós til að hægt sé að segja að hve miklu leyti þau hafa náðst. Getur verið að fullyrðingin um að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel sé alls ekki til marks um að lausnir séu í sjónmáli? Getur verið að hún sé fremur dæmi um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir? Er hún ekki bara digurmæli? Enn ein bannsett lygin? Hvað er til ráða? Ég held ekki að sjálfumgleðin og ósannindin stafi beinlínis af illum hvötum. Mörkin milli þess að vilja öllum vel og að lofa öllu fögru án þess að geta staðið við það eru stundum óljós. Það er ósköp mannlegt að villast yfir þau. Engu að síður eru fyrirheit um „framúrskarandi menntun alla ævi“ álíka gáfuleg eins og ef talsmenn heilbrigðiskerfisins lofuðu fólki framúrskarandi heilsu frá vöggu til grafar. Sannleikurinn er sá að á hverjum tíma er það erfiðasta og mikilvægasta verkefni fullorðna fólksins að mennta börn sín. Þetta verkefni þarf að nálgast af raunsæi og hógværð. Gott fólk er minnugt sinna mannlegu takmarka og veit að margt fer öðru vísi en ætlað er. Það gumar ekki af framúrskarandi árangri þótt það sinni menntun barna eins og vit og kraftar leyfa. Getur hugsast að mikilvægasta verkefnið fram undan í skólamálum sé ekki að framleiða meira af skjölum – ekki að bæta við skólakerfið eða hrúga á það fleiri stórkostlegum nýjungum hvort sem þær heita eftirlit og árangursmælingar eða innleiðing á farsæld og hamingju? Getur verið að mikilvægasta verkefnið sé einfaldlega að hætta að ljúga? Hætta því alveg. Hætta því strax. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit sem vitnað er í Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2021). Menntastefna 2030: Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024.https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntastefna_2030_fyrsta%20adgerdar%c3%a1%c3%a6tlun.pdf Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2025). Menntastefna 2030: Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027.https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013.https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.-2016.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim mörgu sem sýnist að skólakerfið hér á landi sé á villigötum. Með árunum hafa kostnaður og umstang aukist sem og erfiði kennara, skólatími barna og unglinga lengst, allt kerfið blásið út en traust á því virðist fara minnkandi og árangur starfsins líka. Það er hægt að benda á ýmsan vanda sem hefur undið upp á sig í langan tíma: Skort á kennurum með góða menntun í stærðfræði, raunvísindum, tungumálum og fleiri námsgreinum; Ofhlaðnar námskrár þar sem er talið upp svo margt sem á að læra að eina leiðin er að göslast yfir það á hundavaði; Agaleysi og litla virðingu fyrir lærdómi og menntun; Ýmislegan heilbrigðisvanda meðal barna og unglinga. Þetta eru erfið vandamál. Ég sé samt enga ástæðu til að ætla annað en að mögulegt sé að vinna sig út úr þeim. En ég held að til þess þurfi að nálgast þau af raunsæi og hógværð og þar kemur að því sem mig grunar að sé kjarni málsins. Mig grunar að stóri vandinn sem þarf að ráðast á fyrst af öllu sé ekki einstakir vankantar á kerfinu heldur sjálfumgleði sem hangir ekki saman á neinu nema lyginni. Þessi vandi birtist nú um stundir víða í máli þeirra sem svara gagnrýni á skólana með því að hrökkva í vörn og neita að horfast í augu við veruleikann. Stórlygar fyrr og nú Ég hef starfað í skólakerfinu í um fjóra áratatugi og get rifjað upp langa sögu óskhyggju og óra: Það hefur verið talað um að nýjar kennsluaðferðir og ný tækni muni töfra burt þörfina fyrir seinlega þjálfun í lestri, reikningi og fleiri greinum; Þegar börn hafa dregist aftur úr í bóklegum fögum hefur verið látið sem það geri ekkert til því þau geti blómstrað í listum eða handverki; Þegar ég átti sjálfur börn á yngsta stigi grunnskóla heyrði ég alloft að heimilin þyrftu ekki að annast lestrarkennslu, skólinn sæi um það (eins og kennari sem tók við heilum sex ára bekk þar sem enginn þekkti stafina eða hafði nein kynni af bókum hefði getað gert allan hópinn læsan). Menntapólitískar stórlygar fyrri ára voru ekki beinlínis hluti af opinberri menntastefnu. Að minnsta kosti vissi ég ekki til þess þegar ég hóf störf sem framhaldsskólakennari á níunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum kvað svo við nýjan tón. Þá átti að heita að framhaldsskólar og háskólar væru í samkeppni eins og fyrirtæki á markaði. Þetta var kallað „nýskipan í opinberum rekstri“ og tekið var að auglýsa og gylla það sem skólar buðu eins og það væri einhvers konar neysluvara. Þessu fylgdu ýmis óheilindi. Áfangar sem áttu að vera verklegir að hluta (eins og t.d. í efnafræði) voru „seldir“ sem fjarnám án nokkurs aðgangs að aðstöðu til verklegra æfinga og framhaldsskólar tóku að tæla til sín nemendur með boði um að þurfa hvorki að mæta í skóla né þreyta lokapróf. Í sumum tilvikum var engin leið að vita hvort nemandi náði tökum á námsefninu. Samt fékk hann einingar fyrir fjarnámið sem hann keypti sér. Með gildistöku Aðalnámskrár sem út kom 2011 komst „markaðsvæðing“ framhaldsskólanna á nýtt stig. Þeir þurftu ekki lengur að fylgja fyrirmælum ráðuneytis um innihald náms til stúdentsprófs. Þeir geta síðan haft það hver með sínu móti. Á síðustu árum virðast sumir þeirra hafa látið undan tvenns konar þrýstingi, annars vegar frá yfirvöldum sem vilja að reksturinn sé „hagkvæmur“ og hins vegar frá nemendum og foreldrum sem vilja aðgang að öllu háskólanámi. Ein afleiðing þessa er að nú höfum við skóla með námsbrautir sem heita nöfnum sem byrja á „náttúrufræði“ án þess að kenndir séu margir (og óhjákvæmilega fámennir og þar með „óhagkvæmir“) áfangar í stærðfræði og raungreinum. Unglingar fara á þessar brautir í þeirri trú að eftir stúdentspróf geti þeir hafið háskólanám í raunvísindum, verkfræði og heilbrigðisgreinum en fá í raun ekki þann undirbúning sem þarf. Ef til vill er hæpið að kalla nafngiftir þessara „náttúrufræðibrauta“ hreina og klára lygi. Það stendur ekki berum orðum að þeir sem klára þær kunni nóg til að fara í lyfjafræði eða rafmagnsverkfræði. En þetta er samt af svipuðu tagi og hver önnur gleiðgosaleg sölumennska. Meira er gefið í skyn heldur en er almennileg innistæða fyrir. Árið 2011 gekk líka í gildi ný Aðalnámskrá fyrir grunnskóla og með viðbót 2013 var hún fullgerð. Þar eru sett næstum þúsund markmið sem kallast hæfniviðmið. Sé skólaárið 180 dagar er tíu ára grunnskóli alls 1.800 dagar sem þýðir að hæfniviðmiðin fá að meðaltali innan við tvo skóladaga hvert. Flest þessi hæfniviðmið eru æði háleit og krefjast mikillar menntunar. Þau fjalla ekki um smáræði eins og einstök þekkingaratriði, reikniaðgerðir eða stafsetningarreglur. Við lok tíunda bekkjar eiga nemendur samkvæmt þessari námskrá að vera mjög menntaðir í bóklegum fræðum og til dæmis að geta „beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda“ (bls. 171). Þeir skulu líka kunna alls konar handverk og listir og meðal annars geta „valið milli ólíkra dansstíla, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi, tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rætt dans á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi“ (bls. 145). Flest hin mörg hundruð markmiðin eru eins og þessi, nær því að vera ævistarf en eitthvað sem hægt er að tileinka sér í fljótheitum. Samt er hakað við að krakkar geti þetta. Stórlygarnar eru ekki lengur orðasveimur í kringum skólastarfið. Þær eru orðnar hluti af kerfinu sjálfu og grafa undan trúverðugleika þess og getu til að bæta það sem bæta þarf. Aðgerðaáætlun og lausatök Fyrr á þessu ári birti Mennta- og barnamálaráðuneytið aðgerðaáætlun í skólamálum fyrir árin 2025 til 2027. Þarna eru fjölmörg almennt orðuð markmið sem hefjast á orðunum: Efla, auka, leggja áherslu á, styðja við og þróa. Þau sem ekki byrja á þessum orðum virðast flest fjalla um gerð skjala til viðbótar við áætlunina sjálfa. Hér á ég einkum við markmið sem hefjast á orðum eins og: Samræma viðmið, skerpa á hlutverki, hefja vinnu við mótun, endurskoða framkvæmd, setja reglugerð, greina og rýna. Þetta orðalag bendir til að úrræðin séu afar skammt á veg komin. Þarna eru fögur fyrirheit eins og að gera „áætlun um fjölgun stærðfræði- og náttúruvísindakennara“ en ekkert um hvernig á að koma því í kring. Þetta kemur mér svo sem ekki mjög á óvart en sjálfumgleðin í textanum slær mig heldur óþægilega. Hún birtist strax í fyrstu efnisgrein þar sem segir að einkunnarorð stefnunnar séu: „Framúrskarandi menntun alla ævi.“ Mér er spurn hvort vísbendingar frá síðustu árum um vandamál af stærri gerðinni gefi ekki fremur tilefni til að lappa upp á það sem er öldungis afleitt en að veifa orðum eins og „framúrskarandi.“ Í annarri efnisgrein heldur sjálfumgleðin áfram. Þar stendur: „Innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar, sem tekur til tímabilsins 2021–2024, gekk vel.“ Ekki er útskýrt hvernig hún var metin enda er það ef til vill ekki auðvelt. Markmiðin í þessari fyrri aðgerðaáætlun eru of loftborin og óljós til að hægt sé að segja að hve miklu leyti þau hafa náðst. Getur verið að fullyrðingin um að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel sé alls ekki til marks um að lausnir séu í sjónmáli? Getur verið að hún sé fremur dæmi um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir? Er hún ekki bara digurmæli? Enn ein bannsett lygin? Hvað er til ráða? Ég held ekki að sjálfumgleðin og ósannindin stafi beinlínis af illum hvötum. Mörkin milli þess að vilja öllum vel og að lofa öllu fögru án þess að geta staðið við það eru stundum óljós. Það er ósköp mannlegt að villast yfir þau. Engu að síður eru fyrirheit um „framúrskarandi menntun alla ævi“ álíka gáfuleg eins og ef talsmenn heilbrigðiskerfisins lofuðu fólki framúrskarandi heilsu frá vöggu til grafar. Sannleikurinn er sá að á hverjum tíma er það erfiðasta og mikilvægasta verkefni fullorðna fólksins að mennta börn sín. Þetta verkefni þarf að nálgast af raunsæi og hógværð. Gott fólk er minnugt sinna mannlegu takmarka og veit að margt fer öðru vísi en ætlað er. Það gumar ekki af framúrskarandi árangri þótt það sinni menntun barna eins og vit og kraftar leyfa. Getur hugsast að mikilvægasta verkefnið fram undan í skólamálum sé ekki að framleiða meira af skjölum – ekki að bæta við skólakerfið eða hrúga á það fleiri stórkostlegum nýjungum hvort sem þær heita eftirlit og árangursmælingar eða innleiðing á farsæld og hamingju? Getur verið að mikilvægasta verkefnið sé einfaldlega að hætta að ljúga? Hætta því alveg. Hætta því strax. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit sem vitnað er í Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2021). Menntastefna 2030: Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024.https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntastefna_2030_fyrsta%20adgerdar%c3%a1%c3%a6tlun.pdf Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2025). Menntastefna 2030: Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027.https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013.https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.-2016.pdf
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun