Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar 1. september 2025 08:00 Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. Það er sömuleiðis mikilvægt að geta hjálpað ef einhverjum líður illa og er jafnvel að hugsa um að taka eigið líf. Hvort sem það er náinn aðstandandi, vegfarandi eða samstarfsmaður getum við öll lent í aðstæðum þar sem einhver þarfnast hjálpar og sálræns stuðnings. Nú er Gulur september haldinn í þriðja sinn. Að baki vitundarvakningunni standa félög og stofnanir sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með umhyggju, aðgát og kærleika að leiðarljósi. Sjá nýja heimasíðu á gulurseptember.is. Hugmynd kviknaði í undirbúningshóp verkefnisins, að sænskri fyrirmynd, að samnýta og tvinna sjálfsvígsforvarnir saman við það sem svo vel hefur verið gert í fræðslu um endurlífgun. Þar hafa grunnatriðin verið sett fram á skýran og einfaldan hátt og flest þekkja fyrir vikið helstu atriðin í þeim efnum. Niðurstaðan var að gera tvö einföld spjöld sem eru nú gefin út í Gulum september. Á öðru eru fjögur grunnskref endurlífgunar og voru þau unnin í samstarfi við Endurlífgunarráð Íslands. Á hinu eru dregin saman fjögur meginskref í samtali við einstakling í andlegri vanlíðan. Voru þau skilaboð unnin af hópi fagaðila í samráði við þjónustunotendur, byggt á viðurkenndu efni um sjálfsvígsforvarnir. Ákveðinn samhljómur er til staðar milli endurlífgunar og sjálfsvígsforvarna og er það von hópsins að spjöldin munu vekja áhuga og hvetja fólk til að kynna sér þetta nánar. Endurlífgun við hjartastopp Það að læra að bregðast við hjartastoppi bjargar sannarlega mannslífum og hafa flest a.m.k. heyrt um eða kunna og geta beitt endurlífgun við hjartastopp. Vitund fólks hefur eflst síðustu ár og hafa æ fleiri stofnanir og fyrirtæki hvatt fólk til að sækja námskeið í endurlífgun og hafa komið fyrir sjálfvirkum hjartastuðtækjum á sínum starfstöðvum. Hjartastopp orsakast yfirleitt af hjartsláttartruflunum en skjót viðbrögð við því kallast endurlífgun (e. CPR). Endurlífgun getur stóraukið lífslíkur fólks sem lendir í hjartastoppi og er ein auðveldasta og árangursríkasta leiðin til að bjarga mannslífi. Í kennslu almennings í endurlífgun er reynt að hafa ferlið eins einfalt og skýrt og hægt er svo það sé auðvelt að muna það og flest teysti sér til þess að veita aðstoð. Við grun um hjartastopp skal meta meðvitundarstig og öndun. Ef einstaklingur svarar ekki kalli þarf að horfa og hlusta eftir öndun. Ef engin öndun er til staðar eða einstaklingur andar óeðlilega t.d. stöku andköf bendir það til hjartastopps. Kalla skal eftir aðstoð – hringja í 112 og hefja hjartahnoð. Ef vafi er á hvort um hjartastopp sé að ræða skal ganga út frá því og hefja hjartahnoð eins fljótt og hægt er. Þegar hjartahnoði er beitt skal hnoða á taktinum 100-120 sinnum á mínútu með báðum höndum beint niður á bringubeini niður um a.m.k. 5 sentimetra. Ágætt að styðjast við taktinn í laginu „Stayin' Alive“ með Bee Gees. Þeim sem sótt hafa námskeið í endurlífgun er ráðlagt að veita öndunarstuðning með tveimur blástrum eftir hver 30 hnoð en hafi fólk ekki hlotið þjálfun eða treysti fólk sér ekki til þess að blása þá skal engu að síður halda hnoði áfram þangað til sérhæfð aðstoð berst. Þá skiptir sköpum og eykur lífslíkur fólks umtalsvert ef hægt er að nota sjálfvirkt hjartastuðtæki (e. AED) sé það til staðar og mikilvægt er að senda einhvern og fá það á staðinn sem fyrst ef mögulegt er. Hér er einungis tæpt á þessum atriðum en ítarlegri leiðbeiningar í grunnendurlífgun er að finna hér. Fólk er hvatt eindregið til að kynna sér þær og sækja námskeið í grunnendurlífgun. Sjálfsvígsforvarnir eru lífsbjargandi Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi með víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Á Íslandi hefur meðalfjöldi sjálfsvíga verið 41 síðustu fimm ár og sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsökin í yngstu aldurshópunum. En yfir helmingur allra sjálfsvíga á Íslandi er meðal fólks undir fimmtugu. Áhrifaríkar sjálfsvígsforvarnir stuðla að því að þau sem þurfa aðstoð fái fyrr viðeigandi stuðning. Það að vera til staðar fyrir einhvern sem glímir við vanlíðan og er mögulega með sjálfsvígshugsanir getur breytt öllu og bjargað mannslífum líkt og endurlífgun. Til þess að hjálpa einstakling í sálrænni neyð, rétt eins og í endurlífgun, þarf fólk að hafa þekkingu og getuna til þess að nálgast málefnið. Hefur það sýnt sig að þau sem fá grunnþjálfun í sjálfsvígsforvörnum telja sig mun betur undir það búin að veita einstaklingi í vanlíðan eða með sjálfsvígshugsanir aðstoð heldur en áður en þau fengu þjálfunina. Fyrsta skrefið er að taka eftir ef einstaklingur sýnir merki um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Sem dæmi gæti viðkomandi verið ólíkur sjálfum sér, hætt/ur taka þátt í félagslífi eða dregur sig í hlé. Næsta skref er að taka samtalið. Það getur verið erfitt að stíga það skref en mikilvægt er að hlusta á viðkomandi og meta líðan og svör einstaklingsins. Það að spyrja út í mögulega fyrirætlun um sjálfsvíg í þessu skrefi eykur ekki hættuna á að einstaklingur taki eigið líf, heldur getur það þvert á móti komið í veg fyrir sjálfsvíg. Ef viðkomandi lætur í ljós vanlíðan og grunur vaknar í samtalinu að einstaklingurinn sé mögulega með lífsleiða- eða sjálfsvígshugsanir ætti að spyrja beinna spurninga eins og „ertu með hugsanir um að vilja ekki lifa? eða „ertu með sjálfsvígshugsanir”, frekar en að tala í kringum hlutina og oftar en ekki finnur fólk létti við það að vera spurt beint út, séu slíkar hugsanir til staðar. Stundum getur samtalið og það að virkja stuðningsnet viðkomandi reynst nægjanlegur stuðningur. Ef það er ekki nóg þá þarf í sameiningu að leita lausna og finna leiðir að stuðningi og aðstoð, sem er þriðja skrefið. Ef þörf er á utanaðkomandi stuðning fagfólks má finna hann í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700 eða á heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Píeta hjálparsímanum 552-2218. Í brýnni neyð hringið í 112. Fjórða skrefið er þá að fylgja einstaklingnum eftir í framhaldinu með því að athuga með líðan, kanna hvort þær lausnir sem fundar voru hafi hjálpað og veita frekari stuðning ef þörf er á. Hér að neðan má sjá spjöldin og skilaboðin á þeim. Þau eru nú komin í dreifingu á prenti og stafrænu formi. Hvetjum við fólk að nota QR kóðana til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar um endurlífgun og upplýsingar um hvar faglegan stuðning er að fá í andlegri vanlíðan. Við getum öll bjargað lífi - með endurlífgun Skoðaðu: Er meðvitundarleysi til staðar og er öndun óeðlileg/engin? Hringdu: Hringdu strax eða fáðu aðstoð við að hringja í neyðarlínuna 112. Hnoðaðu: Hnoðaðu þétt með báðum höndum í taktinum 100-120 sinnum á mínútu. Stuðtæki: Kallaðu eftir hjartastuðtæki, tengdu það og fylgdu leiðbeiningum. Við getum öll bjargað lífi - með samtali Taktu eftir: Vertu vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Hlustaðu: Taktu samtalið. Ef þú hefur áhyggjur spurðu nánar. Leitaðu lausna: Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð. Sjá gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Fylgdu eftir: Spyrðu um líðan. Kannaðu hvort aðstoðin fékkst. Stutt kynning á verkefninu verður haldin í beinu streymi á Teams þann 4. september næstkomandi kl 12 en hlekk á kynninguna er að að finna hér. Er það von hópsins að þetta framtak muni hvetja fólk til þess að kynna sér og fræðast um endurlífgun og sjálfsvígsforvarnir og stuðla að því að fleiri treysti sér til að bjarga einstaklingum í neyð. - Fyrstu skrefin eru aðeins fjögur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í undirbúningshóp Guls septembers 2025. Í neyðartilfellum skal ávallt hafa samband við neyðarlínuna 112. Upplýsingar um hvar hjálp er að fá - gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Frekari upplýsingar um sjálfsvígsforvarnir á Íslandi má finna á vef embættis landlæknis . Fræðslu og námskeið í grunnendurlífgun er að finna á vef Rauða kross Íslands - raudikrossinn.is og á vef Endurlífgunarráðs – Endurlifgun.is Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. Það er sömuleiðis mikilvægt að geta hjálpað ef einhverjum líður illa og er jafnvel að hugsa um að taka eigið líf. Hvort sem það er náinn aðstandandi, vegfarandi eða samstarfsmaður getum við öll lent í aðstæðum þar sem einhver þarfnast hjálpar og sálræns stuðnings. Nú er Gulur september haldinn í þriðja sinn. Að baki vitundarvakningunni standa félög og stofnanir sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með umhyggju, aðgát og kærleika að leiðarljósi. Sjá nýja heimasíðu á gulurseptember.is. Hugmynd kviknaði í undirbúningshóp verkefnisins, að sænskri fyrirmynd, að samnýta og tvinna sjálfsvígsforvarnir saman við það sem svo vel hefur verið gert í fræðslu um endurlífgun. Þar hafa grunnatriðin verið sett fram á skýran og einfaldan hátt og flest þekkja fyrir vikið helstu atriðin í þeim efnum. Niðurstaðan var að gera tvö einföld spjöld sem eru nú gefin út í Gulum september. Á öðru eru fjögur grunnskref endurlífgunar og voru þau unnin í samstarfi við Endurlífgunarráð Íslands. Á hinu eru dregin saman fjögur meginskref í samtali við einstakling í andlegri vanlíðan. Voru þau skilaboð unnin af hópi fagaðila í samráði við þjónustunotendur, byggt á viðurkenndu efni um sjálfsvígsforvarnir. Ákveðinn samhljómur er til staðar milli endurlífgunar og sjálfsvígsforvarna og er það von hópsins að spjöldin munu vekja áhuga og hvetja fólk til að kynna sér þetta nánar. Endurlífgun við hjartastopp Það að læra að bregðast við hjartastoppi bjargar sannarlega mannslífum og hafa flest a.m.k. heyrt um eða kunna og geta beitt endurlífgun við hjartastopp. Vitund fólks hefur eflst síðustu ár og hafa æ fleiri stofnanir og fyrirtæki hvatt fólk til að sækja námskeið í endurlífgun og hafa komið fyrir sjálfvirkum hjartastuðtækjum á sínum starfstöðvum. Hjartastopp orsakast yfirleitt af hjartsláttartruflunum en skjót viðbrögð við því kallast endurlífgun (e. CPR). Endurlífgun getur stóraukið lífslíkur fólks sem lendir í hjartastoppi og er ein auðveldasta og árangursríkasta leiðin til að bjarga mannslífi. Í kennslu almennings í endurlífgun er reynt að hafa ferlið eins einfalt og skýrt og hægt er svo það sé auðvelt að muna það og flest teysti sér til þess að veita aðstoð. Við grun um hjartastopp skal meta meðvitundarstig og öndun. Ef einstaklingur svarar ekki kalli þarf að horfa og hlusta eftir öndun. Ef engin öndun er til staðar eða einstaklingur andar óeðlilega t.d. stöku andköf bendir það til hjartastopps. Kalla skal eftir aðstoð – hringja í 112 og hefja hjartahnoð. Ef vafi er á hvort um hjartastopp sé að ræða skal ganga út frá því og hefja hjartahnoð eins fljótt og hægt er. Þegar hjartahnoði er beitt skal hnoða á taktinum 100-120 sinnum á mínútu með báðum höndum beint niður á bringubeini niður um a.m.k. 5 sentimetra. Ágætt að styðjast við taktinn í laginu „Stayin' Alive“ með Bee Gees. Þeim sem sótt hafa námskeið í endurlífgun er ráðlagt að veita öndunarstuðning með tveimur blástrum eftir hver 30 hnoð en hafi fólk ekki hlotið þjálfun eða treysti fólk sér ekki til þess að blása þá skal engu að síður halda hnoði áfram þangað til sérhæfð aðstoð berst. Þá skiptir sköpum og eykur lífslíkur fólks umtalsvert ef hægt er að nota sjálfvirkt hjartastuðtæki (e. AED) sé það til staðar og mikilvægt er að senda einhvern og fá það á staðinn sem fyrst ef mögulegt er. Hér er einungis tæpt á þessum atriðum en ítarlegri leiðbeiningar í grunnendurlífgun er að finna hér. Fólk er hvatt eindregið til að kynna sér þær og sækja námskeið í grunnendurlífgun. Sjálfsvígsforvarnir eru lífsbjargandi Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi með víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Á Íslandi hefur meðalfjöldi sjálfsvíga verið 41 síðustu fimm ár og sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsökin í yngstu aldurshópunum. En yfir helmingur allra sjálfsvíga á Íslandi er meðal fólks undir fimmtugu. Áhrifaríkar sjálfsvígsforvarnir stuðla að því að þau sem þurfa aðstoð fái fyrr viðeigandi stuðning. Það að vera til staðar fyrir einhvern sem glímir við vanlíðan og er mögulega með sjálfsvígshugsanir getur breytt öllu og bjargað mannslífum líkt og endurlífgun. Til þess að hjálpa einstakling í sálrænni neyð, rétt eins og í endurlífgun, þarf fólk að hafa þekkingu og getuna til þess að nálgast málefnið. Hefur það sýnt sig að þau sem fá grunnþjálfun í sjálfsvígsforvörnum telja sig mun betur undir það búin að veita einstaklingi í vanlíðan eða með sjálfsvígshugsanir aðstoð heldur en áður en þau fengu þjálfunina. Fyrsta skrefið er að taka eftir ef einstaklingur sýnir merki um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Sem dæmi gæti viðkomandi verið ólíkur sjálfum sér, hætt/ur taka þátt í félagslífi eða dregur sig í hlé. Næsta skref er að taka samtalið. Það getur verið erfitt að stíga það skref en mikilvægt er að hlusta á viðkomandi og meta líðan og svör einstaklingsins. Það að spyrja út í mögulega fyrirætlun um sjálfsvíg í þessu skrefi eykur ekki hættuna á að einstaklingur taki eigið líf, heldur getur það þvert á móti komið í veg fyrir sjálfsvíg. Ef viðkomandi lætur í ljós vanlíðan og grunur vaknar í samtalinu að einstaklingurinn sé mögulega með lífsleiða- eða sjálfsvígshugsanir ætti að spyrja beinna spurninga eins og „ertu með hugsanir um að vilja ekki lifa? eða „ertu með sjálfsvígshugsanir”, frekar en að tala í kringum hlutina og oftar en ekki finnur fólk létti við það að vera spurt beint út, séu slíkar hugsanir til staðar. Stundum getur samtalið og það að virkja stuðningsnet viðkomandi reynst nægjanlegur stuðningur. Ef það er ekki nóg þá þarf í sameiningu að leita lausna og finna leiðir að stuðningi og aðstoð, sem er þriðja skrefið. Ef þörf er á utanaðkomandi stuðning fagfólks má finna hann í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700 eða á heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Píeta hjálparsímanum 552-2218. Í brýnni neyð hringið í 112. Fjórða skrefið er þá að fylgja einstaklingnum eftir í framhaldinu með því að athuga með líðan, kanna hvort þær lausnir sem fundar voru hafi hjálpað og veita frekari stuðning ef þörf er á. Hér að neðan má sjá spjöldin og skilaboðin á þeim. Þau eru nú komin í dreifingu á prenti og stafrænu formi. Hvetjum við fólk að nota QR kóðana til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar um endurlífgun og upplýsingar um hvar faglegan stuðning er að fá í andlegri vanlíðan. Við getum öll bjargað lífi - með endurlífgun Skoðaðu: Er meðvitundarleysi til staðar og er öndun óeðlileg/engin? Hringdu: Hringdu strax eða fáðu aðstoð við að hringja í neyðarlínuna 112. Hnoðaðu: Hnoðaðu þétt með báðum höndum í taktinum 100-120 sinnum á mínútu. Stuðtæki: Kallaðu eftir hjartastuðtæki, tengdu það og fylgdu leiðbeiningum. Við getum öll bjargað lífi - með samtali Taktu eftir: Vertu vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Hlustaðu: Taktu samtalið. Ef þú hefur áhyggjur spurðu nánar. Leitaðu lausna: Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð. Sjá gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Fylgdu eftir: Spyrðu um líðan. Kannaðu hvort aðstoðin fékkst. Stutt kynning á verkefninu verður haldin í beinu streymi á Teams þann 4. september næstkomandi kl 12 en hlekk á kynninguna er að að finna hér. Er það von hópsins að þetta framtak muni hvetja fólk til þess að kynna sér og fræðast um endurlífgun og sjálfsvígsforvarnir og stuðla að því að fleiri treysti sér til að bjarga einstaklingum í neyð. - Fyrstu skrefin eru aðeins fjögur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í undirbúningshóp Guls septembers 2025. Í neyðartilfellum skal ávallt hafa samband við neyðarlínuna 112. Upplýsingar um hvar hjálp er að fá - gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Frekari upplýsingar um sjálfsvígsforvarnir á Íslandi má finna á vef embættis landlæknis . Fræðslu og námskeið í grunnendurlífgun er að finna á vef Rauða kross Íslands - raudikrossinn.is og á vef Endurlífgunarráðs – Endurlifgun.is Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun