Sport

Sló Ís­lands­metið í sleggju­kasti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á Meistaramóti Íslands á Selfossi í kvöld.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á Meistaramóti Íslands á Selfossi í kvöld. frí

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir sló í kvöld Íslandsmetið í sleggjukasti á Meistaramóti Íslands sem fer fram á Selfossi.

Guðrún kastaði sleggjunni 71,38 metra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar yfir sjötíu metra.

Gamla metið átti Elísabet Rut Rúnarsdóttir en í fyrra varpaði hún sleggjunni 70,47 metra.

Guðrún hefur staðið í ströngu að undanförnu en á miðvikudaginn keppti hún á sterku móti í Ungverjalandi. Þar kastaði hún lengst 69,99 metra en rauf svo sjötíu metra múrinn í kvöld.

Guðrún og Elísabet eru einu íslensku konurnar sem hafa kastað sleggju yfir sjötíu metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×