Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 20:27 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir ríkisstjórnina glíma við áskoranir á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira