Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2025 11:02 Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Stafræn þróun Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar