Innlent

Raf­magns­laust í öllum Skaga­firði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tjaldstæðið á Sauðárkróki á fallegum sumardegi. Þar er ekkert rafmagn þessa stundina.
Tjaldstæðið á Sauðárkróki á fallegum sumardegi. Þar er ekkert rafmagn þessa stundina. Lára Halla Sigurðardóttir

Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki.

Á vef Landsnets segir að tryggja þurfi aðstæður og fjarlægja bíl áður en línan verður sett aftur inn. Unnið er að því að koma línunni inn sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×