Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Jón Þór Stefánsson skrifar 21. ágúst 2025 07:32 Shamsudin-bræður mættu í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Þetta kom fram í fyrirtöku málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Upphaflega voru ákæruliðir málsins tíu talsins, og taldi ákæran heilar átta blaðsíður. Þar voru sakborningarnir ákærðir fyrir skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot. Þeim var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru. Þeir voru jafnframt ákærðir fyrir að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Sjá nánar: Svara til saka í tugmilljóna máli Líklega varðaði umfangsmesti ákæruliðurinn meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Þeir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Saksóknari féllst á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Dæmdir fyrr á árinu Shamsudin-bræður hlutu í byrjun þess árs hvor um sig tveggja og hálfs árs dóm fyrir fíkniefnabrot. Þeir tveir og einn maður til viðbótar voru þá sakfelldir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Úr umræddum kristöllum var talið að hægt væri að búa til um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Í október í fyrra sáust bræðurnir og þriðji maðurinn sækja efnin og voru þeir í kjölfarið handteknir. Í nýlegum úrskurði kemur fram að niðurstöðu þess máls hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirtöku málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Upphaflega voru ákæruliðir málsins tíu talsins, og taldi ákæran heilar átta blaðsíður. Þar voru sakborningarnir ákærðir fyrir skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot. Þeim var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru. Þeir voru jafnframt ákærðir fyrir að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Sjá nánar: Svara til saka í tugmilljóna máli Líklega varðaði umfangsmesti ákæruliðurinn meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Þeir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Saksóknari féllst á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Dæmdir fyrr á árinu Shamsudin-bræður hlutu í byrjun þess árs hvor um sig tveggja og hálfs árs dóm fyrir fíkniefnabrot. Þeir tveir og einn maður til viðbótar voru þá sakfelldir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Úr umræddum kristöllum var talið að hægt væri að búa til um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Í október í fyrra sáust bræðurnir og þriðji maðurinn sækja efnin og voru þeir í kjölfarið handteknir. Í nýlegum úrskurði kemur fram að niðurstöðu þess máls hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00