Muni ekki hika við að hækka vexti Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 11:29 Frá blaðamannafundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/Anton Brink Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að verðbólga hefði verið 4,0 prósent í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna þegar kæmi fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur væri þó áfram mikil. Verðbólguþrýstingur enn til staðar Hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefði því minnkað eins og sjá mætti á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virtist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hefðu hækkað mikið og verðbólguvæntingar mældust enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hefði hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri væri enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hefðu því ekki skapast að hægt væri að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst væri að frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samhljóða fyrri yfirlýsingu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, reið á vaðið þegar þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að yfirlýsing nefndarinnar væri nokkuð samhljóða fyrri yfirlýsingu nefndarinnar síðan í maí, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur. Þrátt fyrir það spái nefndin þrátálari verðbólgu, meiri framleiðsluspennu, minna atvinnuleysi og svo mætti lengi telja. „Hefði verið tilefni til harðari tóns í yfirlýsingunni? Mér finnst af yfirlýsingunni að dæma að þið séuð að taka smá pásu á vaxtalækkunarferlinu en miðað við spána að útlit sé fyrir að vaxtalækkunarferlinu sé lokið, allavega í bili, og að það sé alveg eins möguleiki á vaxtahækkun á næstunni,“ sagði hún. Hagkerfið stefni í rétta átt Ásgeir svaraði sem svo að þrátt fyrir allt væri það samhljóða mat nefndarmanna að raunhagkerfið stefndi í eina átt. „Við sjáum töluvert skýr merki um kólnun í kerfinu. Sérstaklega, til dæmis, hvað varðar sköpun nýrra starfa. Þannig að við álítum að þessi kælingarmeðferð, sem meðal annars er rekin af tiltölulega háum raunvöxtum, sé í raun og veru að duga.“ Þá vísar hann í síðustu efnisgrein yfirlýsingarinnar um að mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. „Við munum bregðast vel við,“ sagði hann. Einkaneysla ekki aukist verulega Loks sagði Ásgeir að í tölunum sæist að einkaneysla hefði ekki aukist verulega. Vöxtur hennar hefði verið minni en vöxtur tekna, sem þýddi að þjóðhagslegur sparnaður væri að myndast, allavega frá heimilunum. Hins vegar sæist þó aukin fjárfesting, helst í gagnaverum á norðurlandi, og hún litaði að einhverju marki utanríkisverslun, enda væru fjárfestingarvörur allar innfluttar. Hika ekki við að gera það sem gera þarf Þórarinn tók þá við og sagðist telja yfirlýsinguna þokkalega skýra og í takti við það sem nefndin hefði sagt undanfarin misseri. Raunvaxtastigið dygði til að koma verðbólgunni í markmið. Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er verðbólgan aðeins meiri en við áttum von á núna fram undan. Stóra myndin held ég að hafi ekkert breyst. Við vissum að hún yrði þrálát og að það tæki fram á næsta ár að koma henni niður í eitthvað sem okkur líður aðeins betur með. Þú nefnir atvinnuleysið, það er erfitt að túlka þetta atvinnuleysi. Ég horfi frekar á þróun á lausum störfum, þar sem við sjáum miklu skýrari merki um að það er að slakna á spennunni á vinnumarkaði.“ Loks tók hann undir með Ásgeiri um stefnu nefndarinnar. „Við erum alveg til í gera það sem þarf til að koma verðbólgunni í markmið. Ef það á einhverjum tímapunkti kallar á það að við þurfum að hækka vexti, þá þurfum við einfaldlega að skoða það. Við munum ekki hika við að gera það sem gera þarf.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að verðbólga hefði verið 4,0 prósent í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna þegar kæmi fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur væri þó áfram mikil. Verðbólguþrýstingur enn til staðar Hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefði því minnkað eins og sjá mætti á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virtist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hefðu hækkað mikið og verðbólguvæntingar mældust enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hefði hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri væri enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hefðu því ekki skapast að hægt væri að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst væri að frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samhljóða fyrri yfirlýsingu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, reið á vaðið þegar þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að yfirlýsing nefndarinnar væri nokkuð samhljóða fyrri yfirlýsingu nefndarinnar síðan í maí, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur. Þrátt fyrir það spái nefndin þrátálari verðbólgu, meiri framleiðsluspennu, minna atvinnuleysi og svo mætti lengi telja. „Hefði verið tilefni til harðari tóns í yfirlýsingunni? Mér finnst af yfirlýsingunni að dæma að þið séuð að taka smá pásu á vaxtalækkunarferlinu en miðað við spána að útlit sé fyrir að vaxtalækkunarferlinu sé lokið, allavega í bili, og að það sé alveg eins möguleiki á vaxtahækkun á næstunni,“ sagði hún. Hagkerfið stefni í rétta átt Ásgeir svaraði sem svo að þrátt fyrir allt væri það samhljóða mat nefndarmanna að raunhagkerfið stefndi í eina átt. „Við sjáum töluvert skýr merki um kólnun í kerfinu. Sérstaklega, til dæmis, hvað varðar sköpun nýrra starfa. Þannig að við álítum að þessi kælingarmeðferð, sem meðal annars er rekin af tiltölulega háum raunvöxtum, sé í raun og veru að duga.“ Þá vísar hann í síðustu efnisgrein yfirlýsingarinnar um að mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. „Við munum bregðast vel við,“ sagði hann. Einkaneysla ekki aukist verulega Loks sagði Ásgeir að í tölunum sæist að einkaneysla hefði ekki aukist verulega. Vöxtur hennar hefði verið minni en vöxtur tekna, sem þýddi að þjóðhagslegur sparnaður væri að myndast, allavega frá heimilunum. Hins vegar sæist þó aukin fjárfesting, helst í gagnaverum á norðurlandi, og hún litaði að einhverju marki utanríkisverslun, enda væru fjárfestingarvörur allar innfluttar. Hika ekki við að gera það sem gera þarf Þórarinn tók þá við og sagðist telja yfirlýsinguna þokkalega skýra og í takti við það sem nefndin hefði sagt undanfarin misseri. Raunvaxtastigið dygði til að koma verðbólgunni í markmið. Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er verðbólgan aðeins meiri en við áttum von á núna fram undan. Stóra myndin held ég að hafi ekkert breyst. Við vissum að hún yrði þrálát og að það tæki fram á næsta ár að koma henni niður í eitthvað sem okkur líður aðeins betur með. Þú nefnir atvinnuleysið, það er erfitt að túlka þetta atvinnuleysi. Ég horfi frekar á þróun á lausum störfum, þar sem við sjáum miklu skýrari merki um að það er að slakna á spennunni á vinnumarkaði.“ Loks tók hann undir með Ásgeiri um stefnu nefndarinnar. „Við erum alveg til í gera það sem þarf til að koma verðbólgunni í markmið. Ef það á einhverjum tímapunkti kallar á það að við þurfum að hækka vexti, þá þurfum við einfaldlega að skoða það. Við munum ekki hika við að gera það sem gera þarf.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
„Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02