50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. ágúst 2025 10:32 Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Landamæri Alþingi Samfylkingin Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar