50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. ágúst 2025 10:32 Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Landamæri Alþingi Samfylkingin Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun