Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2025 14:10 Fundinum lauk um tíuleytið í kvöld. Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira