Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2025 13:13 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir geta brugðið til beggja vona á fundi dagsins. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira