Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2025 13:09 Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun er sagt hafa unnið gegn því að minni og nýir keppinautar á markaði næðu fótfestu. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira