Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2025 13:09 Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun er sagt hafa unnið gegn því að minni og nýir keppinautar á markaði næðu fótfestu. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Brotin á samkeppnislögum á Landsvirkjun að hafa framið í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku í útboðunum hafi gert það að verkum að viðskiptavinir fyrirtækisins sem tóku þátt í útboðunum í samkeppni við það hafi aðeins getað selt raforku með tapi, að því er segir í tilkynningu um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Sú háttsemi Landsvirkjunar hafi unnið gegn því að nýir og minni keppinautar á raforkumarkaði næðu fótfestu og gætu aukið samkeppni til hagsbóta fyrirtækjum og einstaklingum. Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun segist fyrirtækið ósammála ákvörðuninni og að henni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í samkeppni við eigin viðskiptavini Í útboðunum sem Landsvirkjun er sökuð um að hafa misnotað stöðu sína falaðist flutningsfyrirtækið Landsnet eftir því að kaupa raforku til þess að bæta upp fyrir þá orku sem tapast við flutning rafmagns í dreifikerfinu. Landsvirkjun, sem langstærsti framleiðandi og heildsali raforku á Íslandi, seldi raforku til annarra raforkufyrirtækja sem tóku þátt í útboðunum. Sum þeirra framleiða ekki eigin raforku en minni framleiðendur þurftu að kaupa frekari raforku. Þannig keppti Landsvirkjun við eigin viðskiptavini um að selja Landsneti rafmagn. Samkeppniseftirlitið segir að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína þegar hún seldi keppinautum sínum rafmagn í heildsölu á hærra verði en hún bauð Landsneti í útboðunum. Þannig hafi hún gert keppinautum sínum ómögulegt að jafna eða bjóða betra verð en Landsvirkjun nema þeir töpuðu á viðskiptunum. Hvorki fordæmi hérlendis né í Evrópu Landsvirkjun segist ósammála skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins í yfirlýsingu sinni. Ákvörðunin byggi á því að kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstaps sé sjálfstæður markaður á smásölustigi. Af því leiði að Landsvirkjun þurfi að verðleggja raforku í útboðum Landsnets þannig að sölufyrirtæki sem keyptu raforku af Landsvirkjun geti boðið lægra verð. „Nánar tiltekið að samkeppnislögin standi vörð um milliliði sem hvergi er að finna fordæmi fyrir hvorki á Íslandi né í Evrópu,“ segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar sem telur Landsnet ekki endurnotanda raforku heldur kaupanda á efra sölustigi. ON og N1 kvörtuðu Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2021 í kjölfar kvartana frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagni. Landsvirkjun fór fram á að sátt yrði gerð í málinu en viðræður um það leiddu ekki til niðurstöðu. Um sektina segir eftirlitið að hún taki mið af alvarleika brotanna og löngu brotatímabili. Það hafi ekki dregið úr brotunum að Landsvirkjun væri meðvituð um rannsókn eftirlitsins og að háttsemi fyrirtækisins væri ólögmæt. Fréttin verður uppfærð.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent