Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. ágúst 2025 13:10 Leikskólinn Múlaborg er í Ármúla í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu. Fjallað er um það á vef RÚV í dag að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti á leikskólanum í fyrra vegna þess sem hafi verið talið sérkennilegt háttalag hans í kringum börn. Í frétt RÚV segir að foreldri barns hafi gert athugasemdir við hegðun mannsins. Hann hafi samkvæmt því ekki fengið að vera einn með börnum á meðan málið hafi verið til skoðunar. Í frétt RÚV segir að málið hafi á þeim tíma ekki verið tilkynnt til lögreglunnar en sé nú komið á hennar borð. Vísir hefur fengið staðfest að lögreglu hafi borist ábendingar um að starfsmaðurinn hafi sætt sérstöku eftirliti á leikskólanum. Lögregla hefur ábendinguna til skoðunar ásamt öðrum ábendingum í tengslum við málið. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla hafi ekki verið upplýst um meint sérkenntilegt háttarlag starfsmannsins þegar hann var handtekinn á þriðjudaginn í síðustu viku. Foreldri barns í leikskólanum segir sæta furðu að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með lögreglu, borgarinnar og Barna- og fjölskyldustofu í gær. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu enn telja að um stakt brot sé að ræða í rannsókn þeirra á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans Múlaborgar. Kristján Ingi vill ekki staðfesta í samtali við fréttastofu að önnur tilvik hafi verið tilkynnt til lögreglunnar eða að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti. „Rannsóknin er enn í gangi og rétt að byrja, það er búið að ræða við fjölda manns. Öll svona mál eru viðkvæm og í öllum kynferðisbrotamálum eru miklar tilfinningar, sérstaklega þegar brotin varða börn,“ segir Kristján Ingi. Könnunarviðtöl á leikskólanum Hann segir búið að ræða við öll börnin á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Starfsmenn barnaverndar og lögreglunnar framkvæmdu könnunarviðtöl á leikskólanum í síðustu viku. Brotaþoli fór einnig í könnunarviðtal og svo í skýrslutöku í Barnahúsi síðasta föstudag. Maðurinn sem er grunaður um að hafa brotið á barni á leikskólanum í síðustu viku starfaði þar sem ófaglærður starfsmaður. Hann hafði starfað þar í tæplega tvö ár. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir að barnið greindi foreldrum sínum frá því að brotið hafi verið á sér. Kristján Ingi segir ekki liggja fyrir hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. „Það er ekki komin nein niðurstaða á framhaldið,“ segir Kristján. Funduðu með foreldrum Foreldrar barna á leikskólanum og barna sem eru útskrifuð eða höfðu flutt burt funduðu í gær með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu um málið. „Fólk var slegið yfir þessu og almennt mjög brugðið,“ segir Kristján. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Fjallað er um það á vef RÚV í dag að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti á leikskólanum í fyrra vegna þess sem hafi verið talið sérkennilegt háttalag hans í kringum börn. Í frétt RÚV segir að foreldri barns hafi gert athugasemdir við hegðun mannsins. Hann hafi samkvæmt því ekki fengið að vera einn með börnum á meðan málið hafi verið til skoðunar. Í frétt RÚV segir að málið hafi á þeim tíma ekki verið tilkynnt til lögreglunnar en sé nú komið á hennar borð. Vísir hefur fengið staðfest að lögreglu hafi borist ábendingar um að starfsmaðurinn hafi sætt sérstöku eftirliti á leikskólanum. Lögregla hefur ábendinguna til skoðunar ásamt öðrum ábendingum í tengslum við málið. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla hafi ekki verið upplýst um meint sérkenntilegt háttarlag starfsmannsins þegar hann var handtekinn á þriðjudaginn í síðustu viku. Foreldri barns í leikskólanum segir sæta furðu að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með lögreglu, borgarinnar og Barna- og fjölskyldustofu í gær. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu enn telja að um stakt brot sé að ræða í rannsókn þeirra á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans Múlaborgar. Kristján Ingi vill ekki staðfesta í samtali við fréttastofu að önnur tilvik hafi verið tilkynnt til lögreglunnar eða að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti. „Rannsóknin er enn í gangi og rétt að byrja, það er búið að ræða við fjölda manns. Öll svona mál eru viðkvæm og í öllum kynferðisbrotamálum eru miklar tilfinningar, sérstaklega þegar brotin varða börn,“ segir Kristján Ingi. Könnunarviðtöl á leikskólanum Hann segir búið að ræða við öll börnin á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Starfsmenn barnaverndar og lögreglunnar framkvæmdu könnunarviðtöl á leikskólanum í síðustu viku. Brotaþoli fór einnig í könnunarviðtal og svo í skýrslutöku í Barnahúsi síðasta föstudag. Maðurinn sem er grunaður um að hafa brotið á barni á leikskólanum í síðustu viku starfaði þar sem ófaglærður starfsmaður. Hann hafði starfað þar í tæplega tvö ár. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir að barnið greindi foreldrum sínum frá því að brotið hafi verið á sér. Kristján Ingi segir ekki liggja fyrir hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. „Það er ekki komin nein niðurstaða á framhaldið,“ segir Kristján. Funduðu með foreldrum Foreldrar barna á leikskólanum og barna sem eru útskrifuð eða höfðu flutt burt funduðu í gær með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu um málið. „Fólk var slegið yfir þessu og almennt mjög brugðið,“ segir Kristján. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40