Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 21:01 Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar að félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár hefðu, í samráði við hagsmunaaðila og fiskifræðing, ákveðið að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Magnús Magnússon formaður gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að bregðast við ástandinu sem upp er komið en á dögunum fannst eldislax í Haukadalsá, talsvert langt frá virkum sjókvíum. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt,“ sagði Magnús Magnússon. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra tekur undir með Magnúsi að stjórnvöld hafi dregið lappirnar. Svört skýrsla hafi komið út sem unnin var af Ríkisendurskoðun árið 2023 sem varpaði ljósi á vankanta á eftirliti með sjókvíaeldi. „Fyrri ríkisstjórn mistókst gersamlega að bregðast við þeirri skýrslu. Ég held að það velkist enginn í vafa um það lengur að opið sjókvíaeldi og trassaskapur í þessari grein er meiriháttar ógn við íslenska laxastofna. Ef við setjum þessari starfsemi miklu skýrari skorður mun fara fyrir villtu laxastofnunum á Íslandi nákvæmlega eins og hefur farið fyrir þeim til dæmis í Noregi og víðar í heim. Pólitíkin getur ekki horft þegjandi upp á það,“ segir Jóhann Páll. Mikið í húfi Hann segir að unnið sé að því að rekja þá eldislaxa sem fundust í Haukadalsá svo hægt sé að staðfesta með óyggjandi hætti hvaðan hann kemur. „Ég hef verið í sambandi við umhverfis- og orkustofnun sem gefur út starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sú stofnun fer líka með framkvæmd laga um umhverfisábyrgð og ég sem umhverfisráðherra ber ég ábyrgð á því að tryggja að þeim lögum sé fylgt. Meginregla þeirra laga er sú að það er skussinn sem á að borga brúsann. Það er þannig að það á að senda skussanum sem veldur tjóninu reikninginn,“ segir Jóhann Páll. Hver er skussinn? „Nú ætla ég ekki að fella neina dóma hérna í myndverinu. Núna er verið að rekja það hvaðan laxinn kemur, en þetta eru lög sem voru sett árið 2012 og ég er svolítið hissa á því hvað þeim hefur lítið verið beitt, þrátt fyrir að þetta séu í raun mjög skýrar og mikilvægar reglur umhverfisréttarins sem koma fram í þessum lögum. Það er bara mikið í húfi. Það er mikið í húfi fyrir veiðiréttarhafana sem stigu fram og þar af leiðandi fyrir landeigendur og ferðaþjónustu en líka fyrir lífríki Íslands og lífrænan fjölbreytileika,“ segir hann. Ekki hlynntu banni við sjókvíaeldi Jóhann Páll segir atvinnuráðherra munu á næstunni kynna lög sem verða í þingmálaskrá næsta löggjafarþings. Með þeim verði stigin afgerandi skref til að koma skikk á málaflokkinn. Þar verði bæði „gulrætur og kylfur.“ „Ég legg bara mikla áherslu a þessa meginreglu umhverfisréttar um að náttúran njóti vafans. Það hefur ekki verið gert eins og þessi grein hefur verið byggð upp á síðustu árum,“ segir hann. Verður bann við opnu sjókvíaeldi? „Það er ekki eitthvað sem ég ætla að fara að lýsa yfir hér. Það er ekki samstaða um í ríkisstjórn en það sem við hljótum að horfa til eru sterkari hvatar til að tryggja til dæmis að kvíar séu lokaðar eða að það sé ræktaður geldlax. Við hljótum að vilja stefna að því á næstu árum, eftir allt það sem undan er gengið, vegna þess að greinin getur ekki vaxið án betra og skýrara eftirlits og reglna,“ segir hann. Ert þú sjálfur hlynntur slíku banni? „Ég er ekki hlynntur algjöru slíku banni en ég tel að í framtíðinni, þurfi að gefa greininni ákveðinn aðlögunartíma, til þess að beita nútímalegri aðferðum við ræktunina, hvort sem það eru lokaðar kvíar eða geldlax,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra. Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Matvælastofnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dalabyggð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar að félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár hefðu, í samráði við hagsmunaaðila og fiskifræðing, ákveðið að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Magnús Magnússon formaður gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að bregðast við ástandinu sem upp er komið en á dögunum fannst eldislax í Haukadalsá, talsvert langt frá virkum sjókvíum. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt,“ sagði Magnús Magnússon. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra tekur undir með Magnúsi að stjórnvöld hafi dregið lappirnar. Svört skýrsla hafi komið út sem unnin var af Ríkisendurskoðun árið 2023 sem varpaði ljósi á vankanta á eftirliti með sjókvíaeldi. „Fyrri ríkisstjórn mistókst gersamlega að bregðast við þeirri skýrslu. Ég held að það velkist enginn í vafa um það lengur að opið sjókvíaeldi og trassaskapur í þessari grein er meiriháttar ógn við íslenska laxastofna. Ef við setjum þessari starfsemi miklu skýrari skorður mun fara fyrir villtu laxastofnunum á Íslandi nákvæmlega eins og hefur farið fyrir þeim til dæmis í Noregi og víðar í heim. Pólitíkin getur ekki horft þegjandi upp á það,“ segir Jóhann Páll. Mikið í húfi Hann segir að unnið sé að því að rekja þá eldislaxa sem fundust í Haukadalsá svo hægt sé að staðfesta með óyggjandi hætti hvaðan hann kemur. „Ég hef verið í sambandi við umhverfis- og orkustofnun sem gefur út starfsleyfi á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sú stofnun fer líka með framkvæmd laga um umhverfisábyrgð og ég sem umhverfisráðherra ber ég ábyrgð á því að tryggja að þeim lögum sé fylgt. Meginregla þeirra laga er sú að það er skussinn sem á að borga brúsann. Það er þannig að það á að senda skussanum sem veldur tjóninu reikninginn,“ segir Jóhann Páll. Hver er skussinn? „Nú ætla ég ekki að fella neina dóma hérna í myndverinu. Núna er verið að rekja það hvaðan laxinn kemur, en þetta eru lög sem voru sett árið 2012 og ég er svolítið hissa á því hvað þeim hefur lítið verið beitt, þrátt fyrir að þetta séu í raun mjög skýrar og mikilvægar reglur umhverfisréttarins sem koma fram í þessum lögum. Það er bara mikið í húfi. Það er mikið í húfi fyrir veiðiréttarhafana sem stigu fram og þar af leiðandi fyrir landeigendur og ferðaþjónustu en líka fyrir lífríki Íslands og lífrænan fjölbreytileika,“ segir hann. Ekki hlynntu banni við sjókvíaeldi Jóhann Páll segir atvinnuráðherra munu á næstunni kynna lög sem verða í þingmálaskrá næsta löggjafarþings. Með þeim verði stigin afgerandi skref til að koma skikk á málaflokkinn. Þar verði bæði „gulrætur og kylfur.“ „Ég legg bara mikla áherslu a þessa meginreglu umhverfisréttar um að náttúran njóti vafans. Það hefur ekki verið gert eins og þessi grein hefur verið byggð upp á síðustu árum,“ segir hann. Verður bann við opnu sjókvíaeldi? „Það er ekki eitthvað sem ég ætla að fara að lýsa yfir hér. Það er ekki samstaða um í ríkisstjórn en það sem við hljótum að horfa til eru sterkari hvatar til að tryggja til dæmis að kvíar séu lokaðar eða að það sé ræktaður geldlax. Við hljótum að vilja stefna að því á næstu árum, eftir allt það sem undan er gengið, vegna þess að greinin getur ekki vaxið án betra og skýrara eftirlits og reglna,“ segir hann. Ert þú sjálfur hlynntur slíku banni? „Ég er ekki hlynntur algjöru slíku banni en ég tel að í framtíðinni, þurfi að gefa greininni ákveðinn aðlögunartíma, til þess að beita nútímalegri aðferðum við ræktunina, hvort sem það eru lokaðar kvíar eða geldlax,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Matvælastofnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dalabyggð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira