Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2025 17:36 Einn hnullungurinn staðnæmdist alveg upp við vegkantinn. Ingveldur Anna Sigurðardóttir Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“ Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“
Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira