Trump sagður hlynntur afsali lands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 00:06 Pútín og Trump heilsast innilega í Alaska í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira