Haraldur Briem er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 07:33 Haraldur Briem er látinn en hann gegndi stöðu sóttvarnarlæknis í átján ár. Stjórnarráðið Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því. Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því.
Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22