Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB bindur vonir við að núverandi ráðherra neytendamála geri sanngjarnar leikreglur um gjaldtöku á bílastæðum í ljósi þess að ráðherrann sjálfur hafi slæma reynslu og fengið rukkanir í heimabankann sem voru i engu samræmi við grunngjald bílastæðisins. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gullgrafaræði skýra þá þróun sem hefur verið í bílastæðamálum og segir hana græðgisvæðingu sem hafi fengið að ganga allt of langt. Hann skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður nú þegar. Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum við forstjóra Neytendastofu sem sagði að kvartanir vegna bílastæðamála séu daglegt brauð hjá stofnuninni. Þetta sé raunin þrátt fyrir að hafa í byrjun júní sektað fimm bílastæðafyrirtæki vegna brota gegn lögum um góða viðskiptahætti og reglum um verðmerkingar. Guðmundur Snorrason, endurskoðandi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lagt í stæði Green Parking í Hörpu í lok júlí. Hann lagði í stæðið í hálftíma en fékk rukkun í heimabanka upp á 4260. Viðverugjaldið eru 510 krónur en vangreiðslugjaldið nam 3.750 kr. Vangreiðslugjaldið kom Guðmundi í opna skjöldu og ákvað hann að leita til Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna málsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri félagsins.Mér skilst að Guðmundur sé ekki sá eini sem hefur leitað til ykkar vegna bílastæðamála? „Nei, við höfum fengið mjög mörg tilvik og fórum fyrst að beina sjónum okkar sérstaklega að þessum málum fyrir liðlega 2 árum fyrst og svo síðastliðið vor þá kærðum við nú fyrirtækin fyrir óeðlilegar merkingar og óeðlilega viðskiptahætti og annað í þeim dúr og kvörtuðum yfir að þarna væri græðgisvæðing sem hefði gengið allt of langt og það þyrfti að setja reglur.“Runólfur fundaði um málið með síðustu ríkisstjórn en hann bindur vonir við að neytendaráðherra geri eitthvað í málinu en í samtali við fréttastofu sagðist ráðherrann hafa lent í þessu sama.„Einhvern veginn virðast allir vita af vandamálinu og sem betur fer má segja hefur orðið vakning hjá neytendamálaráðherra þegar hún fékk rukkun á sig núna nýlega og þetta er auðvitað bara einhvers konar ástand sem er ekki bjóðandi almenningi og ég skil ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður þegar.“ Systursamtök FÍB í öðrum löndum hafa haft samband við FÍB vegna skjólstæðinga sem leitað höfðu til þeirra til vegna himinhárra sekta sem birtust í heimabankanum þeirra þegar þeir voru á ferðalagi um Ísland. Gjaldtakan dragbítur fyrir fjölskyldur að skoða landið sitt„Það er svo víða sem pottur er brotinn en þetta virðist vera ákveðið gullgrafaræði því það hafa fleiri farið af stað og stundað þetta, því miður,“ segir Runólfur sem bendir á að þessi þróun hafi ekki aðeins áhrif á þá ferðamenn sem sækja landið heim heldur líka heimamenn sem vilja njóta náttúrunnar.„Það er með ólíkindum hvað gjaldtökustæðum úti á landi hefur fjölgað, víða eru þetta bara malarplön og þú kemur á stæði og það skiptir ekki máli hvort þú stoppar þar í fimm mínútur eða einn sólarhring, það er þúsund krónur og þetta er orðinn dragbítur fyrir venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi að fara um landið með börnin og sýna þeim einhverja svona náttúruvæna staði sem við viljum kynnast á lífsleiðinni.“ Bílastæði Ferðalög Ferðaþjónusta Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41 Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24 Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum við forstjóra Neytendastofu sem sagði að kvartanir vegna bílastæðamála séu daglegt brauð hjá stofnuninni. Þetta sé raunin þrátt fyrir að hafa í byrjun júní sektað fimm bílastæðafyrirtæki vegna brota gegn lögum um góða viðskiptahætti og reglum um verðmerkingar. Guðmundur Snorrason, endurskoðandi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lagt í stæði Green Parking í Hörpu í lok júlí. Hann lagði í stæðið í hálftíma en fékk rukkun í heimabanka upp á 4260. Viðverugjaldið eru 510 krónur en vangreiðslugjaldið nam 3.750 kr. Vangreiðslugjaldið kom Guðmundi í opna skjöldu og ákvað hann að leita til Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna málsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri félagsins.Mér skilst að Guðmundur sé ekki sá eini sem hefur leitað til ykkar vegna bílastæðamála? „Nei, við höfum fengið mjög mörg tilvik og fórum fyrst að beina sjónum okkar sérstaklega að þessum málum fyrir liðlega 2 árum fyrst og svo síðastliðið vor þá kærðum við nú fyrirtækin fyrir óeðlilegar merkingar og óeðlilega viðskiptahætti og annað í þeim dúr og kvörtuðum yfir að þarna væri græðgisvæðing sem hefði gengið allt of langt og það þyrfti að setja reglur.“Runólfur fundaði um málið með síðustu ríkisstjórn en hann bindur vonir við að neytendaráðherra geri eitthvað í málinu en í samtali við fréttastofu sagðist ráðherrann hafa lent í þessu sama.„Einhvern veginn virðast allir vita af vandamálinu og sem betur fer má segja hefur orðið vakning hjá neytendamálaráðherra þegar hún fékk rukkun á sig núna nýlega og þetta er auðvitað bara einhvers konar ástand sem er ekki bjóðandi almenningi og ég skil ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður þegar.“ Systursamtök FÍB í öðrum löndum hafa haft samband við FÍB vegna skjólstæðinga sem leitað höfðu til þeirra til vegna himinhárra sekta sem birtust í heimabankanum þeirra þegar þeir voru á ferðalagi um Ísland. Gjaldtakan dragbítur fyrir fjölskyldur að skoða landið sitt„Það er svo víða sem pottur er brotinn en þetta virðist vera ákveðið gullgrafaræði því það hafa fleiri farið af stað og stundað þetta, því miður,“ segir Runólfur sem bendir á að þessi þróun hafi ekki aðeins áhrif á þá ferðamenn sem sækja landið heim heldur líka heimamenn sem vilja njóta náttúrunnar.„Það er með ólíkindum hvað gjaldtökustæðum úti á landi hefur fjölgað, víða eru þetta bara malarplön og þú kemur á stæði og það skiptir ekki máli hvort þú stoppar þar í fimm mínútur eða einn sólarhring, það er þúsund krónur og þetta er orðinn dragbítur fyrir venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi að fara um landið með börnin og sýna þeim einhverja svona náttúruvæna staði sem við viljum kynnast á lífsleiðinni.“
Bílastæði Ferðalög Ferðaþjónusta Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41 Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24 Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent