Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 11. ágúst 2025 09:31 Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun