Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 20:23 Albert Jónsson undrar ákvörðun Netanjahú. Vísir/Viktor Freyr Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira