Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 20:23 Albert Jónsson undrar ákvörðun Netanjahú. Vísir/Viktor Freyr Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda