Innlent

Féll fjóra metra í vinnu­slysi í Kópa­vogi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slysið átti sér stað í hverfi 201.
Slysið átti sér stað í hverfi 201. Vísir/Vilhelm

Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Þar kemur einnig fram að „aðili“ hafi verið til leiðinda í verslun í Kópavogi. Hvers eðlis téð leiðindi voru er ekki tíundað.

Tilkynnt var um tvenn tilfelli þjófnaðar í Háaleitis- og Bústaðahverfi ásamt umferðaróhappi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×