„Það fer enginn lífvörður út í“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 21:08 Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sýn/Sigurjón Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur. Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur.
Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira