Enska augnablikið: AGUERO!! Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Mark Aguero sem tryggði titilinn markaði upphaf City-liðsins sem við þekkjum í dag samkvæmt Arnari. Vísir/Getty Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. „Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
„Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00