Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 14:07 Lesa má um málið í Mánudagsblaðinu árið 1975. Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að í ársbyrjun 1975 hafi rúmlega 30 þúsund krónum verið stolið úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar samsvarar það rúmlega 181 þúsund krónum í dag. „Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við húsnæði bankans og af þeirri ástæðu áttu þjófarnir greiða leið inn í bankann í skjóli nætur. Innandyra var m.a. að finna allnokkrar fötur með smámynt í og þeim stálu þjófarnir. Á litlu var að byggja við rannsókn málsins, en einhverjir voru þó yfirheyrðir án þess þó að tækist að upplýsa þjófnaðinn.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma en þar var því velt upp hvort um væri að ræða fyrsta bankaránið á Íslandi. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma. „Segja má að málið hafi fallið í gleymsku allt þar til í sumar að einn þjófanna gaf sig fram við lögregluna og greindi frá öllu saman. Hvað varð til þess að maðurinn játaði sök hálfri öld síðar skal ósagt látið, en sjálfsagt er alltaf gott að létta á samviskunni.“ Maðurinn hafi sagst hafa verið að verki ásamt nokkrum vinum sínum, og allir hafi þeir verið um fermingaraldur. Þeir hefðu falið peningana á góðum stað og gengið í þá eftir þörfum, og notað þá til að gera sér glaðan dag. Í því hafi aðallega falist að gera vel við sig í mat og drykk, og borga fyrir aðra dægrastyttingu sem þá var vinsæl meðal unglinga. „Um hugsanlega refsingu fyrir brotið er það að segja að málið er fyrnt.“ Sævar Þór Jónsson ræddi fyrningu slíkra mála í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Kópavogur Einu sinni var... Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að í ársbyrjun 1975 hafi rúmlega 30 þúsund krónum verið stolið úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar samsvarar það rúmlega 181 þúsund krónum í dag. „Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við húsnæði bankans og af þeirri ástæðu áttu þjófarnir greiða leið inn í bankann í skjóli nætur. Innandyra var m.a. að finna allnokkrar fötur með smámynt í og þeim stálu þjófarnir. Á litlu var að byggja við rannsókn málsins, en einhverjir voru þó yfirheyrðir án þess þó að tækist að upplýsa þjófnaðinn.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma en þar var því velt upp hvort um væri að ræða fyrsta bankaránið á Íslandi. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma. „Segja má að málið hafi fallið í gleymsku allt þar til í sumar að einn þjófanna gaf sig fram við lögregluna og greindi frá öllu saman. Hvað varð til þess að maðurinn játaði sök hálfri öld síðar skal ósagt látið, en sjálfsagt er alltaf gott að létta á samviskunni.“ Maðurinn hafi sagst hafa verið að verki ásamt nokkrum vinum sínum, og allir hafi þeir verið um fermingaraldur. Þeir hefðu falið peningana á góðum stað og gengið í þá eftir þörfum, og notað þá til að gera sér glaðan dag. Í því hafi aðallega falist að gera vel við sig í mat og drykk, og borga fyrir aðra dægrastyttingu sem þá var vinsæl meðal unglinga. „Um hugsanlega refsingu fyrir brotið er það að segja að málið er fyrnt.“ Sævar Þór Jónsson ræddi fyrningu slíkra mála í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Kópavogur Einu sinni var... Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira