Fúlsaði við þriggja forseta fundi Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 10:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent