Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 10:32 Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Ég tel mikilvægt að skapa vettvang þar sem ólíkir einstaklingar og ólíkar nálganir fá að mætast. Það getur falið í sér list, hreyfingu, fræðslu og tengsl við jafningja. Í krefjandi aðstæðum sér maður að húmorinn skiptir marga máli. Því er gott að geti líka slegið á létta strengi og hlegið saman. Einn hlið endurhæfingar er að gefa tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og vekja áhuga á forsendum hvers og eins þar sem áherslan er á ferlið en ekki útkomuna. Tilgangur endurhæfingar er nefnilega ekki eingöngu að byggja upp styrk eða virkni heldur einnig að endurheimta sjálfstæði, byggja upp sjálfsmynd í nýjum líkama og finna tilgang. Þetta er allt saman partur af því að hlúa að líkama og sál á heildrænan hátt. Ég tel slíka nálgun vera öfluga leið til að viðhalda jákvæðri þátttöku, ekki bara meðan á formlegri endurhæfingu stendur, heldur einnig í daglegu lífi til framtíðar. Nú í ágúst og september stendur yfir sérstök afmælisdagskrá í Ljósinu, þar sem fjölbreytnin í starfsemi okkar verður enn meiri. Þar koma saman ólíkar greinar og sérfræðingar með mismunandi nálganir sem ég vona að þjónustuþegar Ljóssins eigi eftir að njóta góðs af. Með þessari dagskrá viljum við styrkja okkur fólk til framtíðar og sýna enn betur hversu mikilvægt það er að bjóða upp á fjölbreytta iðju í endurhæfingu. Höfundur er iðjuþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Ég tel mikilvægt að skapa vettvang þar sem ólíkir einstaklingar og ólíkar nálganir fá að mætast. Það getur falið í sér list, hreyfingu, fræðslu og tengsl við jafningja. Í krefjandi aðstæðum sér maður að húmorinn skiptir marga máli. Því er gott að geti líka slegið á létta strengi og hlegið saman. Einn hlið endurhæfingar er að gefa tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og vekja áhuga á forsendum hvers og eins þar sem áherslan er á ferlið en ekki útkomuna. Tilgangur endurhæfingar er nefnilega ekki eingöngu að byggja upp styrk eða virkni heldur einnig að endurheimta sjálfstæði, byggja upp sjálfsmynd í nýjum líkama og finna tilgang. Þetta er allt saman partur af því að hlúa að líkama og sál á heildrænan hátt. Ég tel slíka nálgun vera öfluga leið til að viðhalda jákvæðri þátttöku, ekki bara meðan á formlegri endurhæfingu stendur, heldur einnig í daglegu lífi til framtíðar. Nú í ágúst og september stendur yfir sérstök afmælisdagskrá í Ljósinu, þar sem fjölbreytnin í starfsemi okkar verður enn meiri. Þar koma saman ólíkar greinar og sérfræðingar með mismunandi nálganir sem ég vona að þjónustuþegar Ljóssins eigi eftir að njóta góðs af. Með þessari dagskrá viljum við styrkja okkur fólk til framtíðar og sýna enn betur hversu mikilvægt það er að bjóða upp á fjölbreytta iðju í endurhæfingu. Höfundur er iðjuþjálfi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar