Segist eiga fund með Pútín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 21:05 Í kjölfarið muni hann funda með Selenskí Úkraínuforseta. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira