„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 23:01 Fyrirliðinn Pontus gegn RFS í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira