Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 15:00 Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun